Innlent

Ótryggt ástand undir Fagraskógarfjalli

Bergþór Másson skrifar
Lón byrjaði strax að myndast í Hítardalsá ofan við skriðuna.
Lón byrjaði strax að myndast í Hítardalsá ofan við skriðuna. Erla Dögg Ármannsdóttir
Stór öxl féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum snemma í morgun og stíflaði Hítardalsá. Stórt lón hefur myndast fyrir ofan skriðuna sem er að minnsta kosti nokkur hundruð metra löng.

Sjá einnig: Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“

Slysavarnarfélagið Landsbjörg er með menn á svæðinu og eru að skipuleggja lokanir í kringum svæðið í samvinnu við lögreglu.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að það sé ekki alveg komið á hreint hverju verði lokað, þeir séu enn að reyna að ná yfirsýn yfir svæðið og meta áhættuna.

„Það er ekki vitað um neinn sem er í hættu, það er ekki verið að leita að neinum, það er bara verið að vega og meta, ástandið er enn ótryggt.“ segir Davíð.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×