Lífið

Íslensku dansararnir sigursælir á Ítalíu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kristinn Þór Sigurðsson, Lilja Rún Gísladóttir, Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir ásamt þjálfaranum Adam Reeve.
Kristinn Þór Sigurðsson, Lilja Rún Gísladóttir, Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir ásamt þjálfaranum Adam Reeve. Dansíþróttasamband Íslands
Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir fóru með sigur í bítum í u19 flokki í latin dönsum á alþjóðlegu danskeppninni Danza Cervia á Ítalíu í gær. Þar kepptu pör frá öllum heimshornum.

Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir komust einnig í úrslit og enduðu í 6. sæti í ballroom í flokki u21. Aron Eiríksson og Ragnheiður Anna Hallsdóttir kepptu einnig fyrir Íslands hönd í keppninni.

Þjálfari þeirra er Adam Reeve, sem var listrænn stjórnandi í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.