Ferðamennirnir á Fimmvörðuhálsi örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá Gissur Sigurðsson skrifar 25. júní 2018 13:02 Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. Hátt í 40 björgunarmenn tóku þátt í leitinni við erfiðar aðstæður. Hjálparbeiðnin kom símleiðis frá fólkinu um klukkan fjögur í nótt og þar sem ekki var nákvæmlega vitað hvar fólkið var statt voru leitarflokkar bæði sendir upp frá Skógum og úr Þórsmörk. Þyrla Landhelgisgæslunar var líka send austur með björgunarmenn, en vegna veðurs gat hún ekki nálgast fólkið og tekið það um borð. Magnús Þór Einarsson, björgunarsveitarmaður frá Hvolsvelli, segir að ferðafólkið hafi verið orðið mjög blautt og hrakið þegar komið var að þeim. „Þau voru við það að vera bara örmagna, það mætti kalla það þannig. Þau voru inni í tjaldi, það var reyndar alveg á floti þannig að það blotnaði inn til þeirra þannig að þau voru þannig séð bara mjög illa haldin,“ segir Magnús.Hátt í 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að fólkinu við erfiðar aðstæður.Orri ÖrvarssonEn hvernig gekk að koma fólkinu til byggða? „Um leið og við vorum búin að gefa þeim hlý og þurr föt þá brögguðust þau ágætlega. Síðan tókum við saman búnaðinn þeirra og löbbuðum með þau einhverja 500 metra í farartæki og það gekk bara mjög vel.“Hvernig var færið þarna uppi? „Það var ágætis færi. Við vorum nú ekki mikið í snjó en það sem við löbbuðum í snjó var þannig séð létt, við sukkum ekki neitt eða neitt þannig. Það var ágætis rok og talsverð úrkoma inn á milli líka þannig að það var blautt og kalt bara, ekki nema ein, tvær gráða kannski.“ Komið var með fólkið til Skóga um tíuleytið að sögn Magnúsar og þaðan var haldið áfram til byggða. „Þau eru eiginlega bara búin að vera að leggja sig á leiðinni niður. Þau eru alveg búin á því líkamlega og á sál held.“Það var vonskuveður á Fimmvörðuhálsi í nótt og í morgun.Orri Örvarsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. Hátt í 40 björgunarmenn tóku þátt í leitinni við erfiðar aðstæður. Hjálparbeiðnin kom símleiðis frá fólkinu um klukkan fjögur í nótt og þar sem ekki var nákvæmlega vitað hvar fólkið var statt voru leitarflokkar bæði sendir upp frá Skógum og úr Þórsmörk. Þyrla Landhelgisgæslunar var líka send austur með björgunarmenn, en vegna veðurs gat hún ekki nálgast fólkið og tekið það um borð. Magnús Þór Einarsson, björgunarsveitarmaður frá Hvolsvelli, segir að ferðafólkið hafi verið orðið mjög blautt og hrakið þegar komið var að þeim. „Þau voru við það að vera bara örmagna, það mætti kalla það þannig. Þau voru inni í tjaldi, það var reyndar alveg á floti þannig að það blotnaði inn til þeirra þannig að þau voru þannig séð bara mjög illa haldin,“ segir Magnús.Hátt í 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að fólkinu við erfiðar aðstæður.Orri ÖrvarssonEn hvernig gekk að koma fólkinu til byggða? „Um leið og við vorum búin að gefa þeim hlý og þurr föt þá brögguðust þau ágætlega. Síðan tókum við saman búnaðinn þeirra og löbbuðum með þau einhverja 500 metra í farartæki og það gekk bara mjög vel.“Hvernig var færið þarna uppi? „Það var ágætis færi. Við vorum nú ekki mikið í snjó en það sem við löbbuðum í snjó var þannig séð létt, við sukkum ekki neitt eða neitt þannig. Það var ágætis rok og talsverð úrkoma inn á milli líka þannig að það var blautt og kalt bara, ekki nema ein, tvær gráða kannski.“ Komið var með fólkið til Skóga um tíuleytið að sögn Magnúsar og þaðan var haldið áfram til byggða. „Þau eru eiginlega bara búin að vera að leggja sig á leiðinni niður. Þau eru alveg búin á því líkamlega og á sál held.“Það var vonskuveður á Fimmvörðuhálsi í nótt og í morgun.Orri Örvarsson
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira