Ferðamennirnir á Fimmvörðuhálsi örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá Gissur Sigurðsson skrifar 25. júní 2018 13:02 Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. Hátt í 40 björgunarmenn tóku þátt í leitinni við erfiðar aðstæður. Hjálparbeiðnin kom símleiðis frá fólkinu um klukkan fjögur í nótt og þar sem ekki var nákvæmlega vitað hvar fólkið var statt voru leitarflokkar bæði sendir upp frá Skógum og úr Þórsmörk. Þyrla Landhelgisgæslunar var líka send austur með björgunarmenn, en vegna veðurs gat hún ekki nálgast fólkið og tekið það um borð. Magnús Þór Einarsson, björgunarsveitarmaður frá Hvolsvelli, segir að ferðafólkið hafi verið orðið mjög blautt og hrakið þegar komið var að þeim. „Þau voru við það að vera bara örmagna, það mætti kalla það þannig. Þau voru inni í tjaldi, það var reyndar alveg á floti þannig að það blotnaði inn til þeirra þannig að þau voru þannig séð bara mjög illa haldin,“ segir Magnús.Hátt í 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að fólkinu við erfiðar aðstæður.Orri ÖrvarssonEn hvernig gekk að koma fólkinu til byggða? „Um leið og við vorum búin að gefa þeim hlý og þurr föt þá brögguðust þau ágætlega. Síðan tókum við saman búnaðinn þeirra og löbbuðum með þau einhverja 500 metra í farartæki og það gekk bara mjög vel.“Hvernig var færið þarna uppi? „Það var ágætis færi. Við vorum nú ekki mikið í snjó en það sem við löbbuðum í snjó var þannig séð létt, við sukkum ekki neitt eða neitt þannig. Það var ágætis rok og talsverð úrkoma inn á milli líka þannig að það var blautt og kalt bara, ekki nema ein, tvær gráða kannski.“ Komið var með fólkið til Skóga um tíuleytið að sögn Magnúsar og þaðan var haldið áfram til byggða. „Þau eru eiginlega bara búin að vera að leggja sig á leiðinni niður. Þau eru alveg búin á því líkamlega og á sál held.“Það var vonskuveður á Fimmvörðuhálsi í nótt og í morgun.Orri Örvarsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. Hátt í 40 björgunarmenn tóku þátt í leitinni við erfiðar aðstæður. Hjálparbeiðnin kom símleiðis frá fólkinu um klukkan fjögur í nótt og þar sem ekki var nákvæmlega vitað hvar fólkið var statt voru leitarflokkar bæði sendir upp frá Skógum og úr Þórsmörk. Þyrla Landhelgisgæslunar var líka send austur með björgunarmenn, en vegna veðurs gat hún ekki nálgast fólkið og tekið það um borð. Magnús Þór Einarsson, björgunarsveitarmaður frá Hvolsvelli, segir að ferðafólkið hafi verið orðið mjög blautt og hrakið þegar komið var að þeim. „Þau voru við það að vera bara örmagna, það mætti kalla það þannig. Þau voru inni í tjaldi, það var reyndar alveg á floti þannig að það blotnaði inn til þeirra þannig að þau voru þannig séð bara mjög illa haldin,“ segir Magnús.Hátt í 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að fólkinu við erfiðar aðstæður.Orri ÖrvarssonEn hvernig gekk að koma fólkinu til byggða? „Um leið og við vorum búin að gefa þeim hlý og þurr föt þá brögguðust þau ágætlega. Síðan tókum við saman búnaðinn þeirra og löbbuðum með þau einhverja 500 metra í farartæki og það gekk bara mjög vel.“Hvernig var færið þarna uppi? „Það var ágætis færi. Við vorum nú ekki mikið í snjó en það sem við löbbuðum í snjó var þannig séð létt, við sukkum ekki neitt eða neitt þannig. Það var ágætis rok og talsverð úrkoma inn á milli líka þannig að það var blautt og kalt bara, ekki nema ein, tvær gráða kannski.“ Komið var með fólkið til Skóga um tíuleytið að sögn Magnúsar og þaðan var haldið áfram til byggða. „Þau eru eiginlega bara búin að vera að leggja sig á leiðinni niður. Þau eru alveg búin á því líkamlega og á sál held.“Það var vonskuveður á Fimmvörðuhálsi í nótt og í morgun.Orri Örvarsson
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira