Lífið

„Klári, fyndni, góði og jú fjallmyndarlegi“ forsetinn fimmtugur í dag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á 50 ára afmæli í dag.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á 50 ára afmæli í dag. Samsett mynd
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er fimmtugur í dag. Deginum fagnar hann með fjölskyldu sinni og ætla þau auðvitað að fylgjast með leik Íslands og Króatíu á HM klukkan 18. Eliza Reid forsetafrú óskaði eiginmanninum til hamingju með daginn á Facebook með fallegri kveðju.„Þessi klári, fyndni, góði og jú fjallmyndarlegi maður er 50 ára í dag. Ég er mjög stolt af honum sem fimm barna föður, syni, eiginmanni og forseta,“ skrifar Eliza meðal annars. Með kveðjunni birtist mynd af Guðna sem tekin var á síðustu öld þegar Guðni og Eliza stunduðu nám við Oxford háskóla. Það er greinilegt að forsetinn vill ekki mikið tilstand í tilefni af afmæli sínu ef marka má færsluna.„Við fjölskyldan ætlum að fagna deginum eins og hann vill, eða með sem minnstri fyrirhöfn og látum. Að sjálfsögðu ætlum við svo að fylgjast með strákunum okkar í Rússlandi. Til hamingju með daginn elsku Guðni. Og ÁFRAM Ísland!”Guðni var kjörinn forseti í kosningunum þann 25. júní árið 2016, degi fyrir 48 ára afmælisdaginn sinn.Lífið óskar Guðna innilega til hamingju með stórafmælið!Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.