Þríþrautakona og lyftingakona meðal íslenskra keppenda á ÓL í Tókýó 2020? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 22:30 Þuríður Erla Helgadóttir. Vísir/Anton Ísland gæti átt bæði þríþrautakonu og lyftingakonu á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Tókýó í Japan eftir tvö ár. Þetta má lesa út úr nýjum samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafólks þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Að þessu sinni fá átta einstaklingar, frá sex sérsamböndum ÍSÍ, styrk frá Ólympíusamhjálpinni en hitt íþróttafólkið koma frá greinum sem hafa átt fulltrúa á síðustu leikum. Heildarverðmæti samninganna gæti numið allt að 21 milljón króna miðað við gengi dagsins í dag en um er að ræða mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð þúsund Bandaríkjadala vegna kostnaðar við æfingar og keppnir. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust umsóknir vegna 18 einstaklinga frá sjö sérsamböndum. Allir þessir einstaklingar hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum og vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni eru það átta einstaklingar sem hljóta styrk, sem er sami fjöldi og hlaut undirbúningsstyrk fyrir leikana í Ríó 2016. Styrktímabil hófst þann 1. maí 2018 og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Það vekur vissulega athygli að þarna eru þrítþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir og lyftingakonan Þuríður Erla Helgadóttir en þær myndu báðar skrifa nýjan kafla í íslenskri Ólympíusögu komist þær alla leið á leikana.Styrkþegar Ólympíusamhjálparinnar vegna Tókýó 2020 eru: - Aníta Hinriksdóttir / Frjálsíþróttasamband Íslands - Anton Sveinn McKee / Sundsamband Íslands - Ásgeir Sigurgeirsson / Skotíþróttasamband Íslands - Eygló Ósk Gústafsdóttir /Sundsamband Íslands - Guðlaug Edda Hannesdóttir / Þríþrautarsamband Íslands - Hilmar Örn Jónsson / Frjálsíþróttasamband Íslands - Valgarð Reinhardsson / Fimleikasamband Íslands - Þuríður Erla Helgadóttir / Lyftingasamband Íslands Árangur íslensks afreksíþróttafólks skiptir miklu máli, en á bak við árangurinn eru einstaklingar sem eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Með auknu fjárframlagi ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ og breyttum áherslum í afreksíþróttastarfi sérsambanda og ÍSÍ er reynt að styðja enn betur við umgjörð og möguleika íþróttafólks til að ná árangri á heimsmælikvarða. Sérsambönd ÍSÍ og styrkþegar munu á næstu tveimur árum leggja mikið í að vinna sér keppnisrétt á leikana í Tókýó, bæði fjármuni sem ferðalög og tíma. Er það von ÍSÍ að sem flestir nái því markmiði sínu að vinna sér inn þátttökurétt. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sjá meira
Ísland gæti átt bæði þríþrautakonu og lyftingakonu á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Tókýó í Japan eftir tvö ár. Þetta má lesa út úr nýjum samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafólks þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Að þessu sinni fá átta einstaklingar, frá sex sérsamböndum ÍSÍ, styrk frá Ólympíusamhjálpinni en hitt íþróttafólkið koma frá greinum sem hafa átt fulltrúa á síðustu leikum. Heildarverðmæti samninganna gæti numið allt að 21 milljón króna miðað við gengi dagsins í dag en um er að ræða mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð þúsund Bandaríkjadala vegna kostnaðar við æfingar og keppnir. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust umsóknir vegna 18 einstaklinga frá sjö sérsamböndum. Allir þessir einstaklingar hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum og vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni eru það átta einstaklingar sem hljóta styrk, sem er sami fjöldi og hlaut undirbúningsstyrk fyrir leikana í Ríó 2016. Styrktímabil hófst þann 1. maí 2018 og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Það vekur vissulega athygli að þarna eru þrítþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir og lyftingakonan Þuríður Erla Helgadóttir en þær myndu báðar skrifa nýjan kafla í íslenskri Ólympíusögu komist þær alla leið á leikana.Styrkþegar Ólympíusamhjálparinnar vegna Tókýó 2020 eru: - Aníta Hinriksdóttir / Frjálsíþróttasamband Íslands - Anton Sveinn McKee / Sundsamband Íslands - Ásgeir Sigurgeirsson / Skotíþróttasamband Íslands - Eygló Ósk Gústafsdóttir /Sundsamband Íslands - Guðlaug Edda Hannesdóttir / Þríþrautarsamband Íslands - Hilmar Örn Jónsson / Frjálsíþróttasamband Íslands - Valgarð Reinhardsson / Fimleikasamband Íslands - Þuríður Erla Helgadóttir / Lyftingasamband Íslands Árangur íslensks afreksíþróttafólks skiptir miklu máli, en á bak við árangurinn eru einstaklingar sem eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Með auknu fjárframlagi ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ og breyttum áherslum í afreksíþróttastarfi sérsambanda og ÍSÍ er reynt að styðja enn betur við umgjörð og möguleika íþróttafólks til að ná árangri á heimsmælikvarða. Sérsambönd ÍSÍ og styrkþegar munu á næstu tveimur árum leggja mikið í að vinna sér keppnisrétt á leikana í Tókýó, bæði fjármuni sem ferðalög og tíma. Er það von ÍSÍ að sem flestir nái því markmiði sínu að vinna sér inn þátttökurétt.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sjá meira