Innlent

Mennskar kindur í Reykjavík

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margt var um að vera í miðbæ Reykjavíkur í dag þar sem listahátíð stendur nú yfir.

Á meðal viðburða er sýning leikhópsins Corpus sem hefur farið sigurför um heiminn. Um er að ræða ansi súrrealíska umfjöllun um hegðun kinda og samband þeirra við menn.

Á ferðinni er vinsælasta sýning leikhópsins, en hún hefur verið sýnd á rúmlega 100 hátíðum í yfir 20 löndum.

Vísir
Því næst kíktum við á gjörning sem átti sér stað fyrir utan Stjórnarráðið. Þar mátti sjá leiftur úr fortíð Íslendinga. Þátttakendur klæddust fötum frá árinu 1918 og minntust þar með 100 ára afmæli fullveldis.

„Á annað hundrað amennir borgarar gáfu kost á sér til að taka þátt í verkefninu, sem hefur verið stórkostlegt,“ segir Ágústa Skúladóttir, listrænn stjórnandi gjörningsins.

Gjörningurinn vakti mikla athygli gesta, sér í lagi vegan búninganna sem koma frá söfnum og leikhúsum landsins.

Listahátíð Reykjavíkur stendur enn yfir víðsvegar um Reykjavík, en henni lýkur þann 17. júní. Hægt er að kynna sér viðburði hér.

Vísir/Egill
Vísir/Egill
Vísir/Egill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×