Tveir leikmenn fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir þung höfuðhögg á Snæfellsnesi Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2018 22:46 Drengirnir meiddust sem betur fer ekki alvarlega en hefur verið ráðlagt af læknum að taka því rólega næstu daga. Vísir Kalla þurfti til sjúkrabíls og þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna knattspyrnuleiks sameinaðs liðs Reynis/Víðis gegn Snæfellsnesi í þriðja flokki pilta á Hellissandi fyrr í dag. Fengu tveir leikmenn þung höfuðhögg og þurfti að flytja annan með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi.Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins. Fyrra atvikið átti sér stað þegar leikmaður Reynis/Víðis missti meðvitund eftir samstuð við leikmann Snæfellsnes. Leikmenn í þriðja flokki eru fæddir á árunum 2002 og 2003. Freydís Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Snæfellsnes, segir í samtali við Vísi að sá leikmaður hefði náð meðvitund nokkuð örugglega aftur en fann fyrir svima og ógleði. Var ekið með hann á Landspítalann í Fossvogi í Reykjavík. Freydís segir að sjúkrabíllinn hafi nánast ekki verið búinn að yfirgefa póstnúmer Hellissands þegar annar leikmaður missti meðvitund. Um var að ræða leikmann Snæfellsnes sem hafði tekið mikinn sprett til að varna því að boltinn færi út fyrir hliðarlínu. Umhverfis völlinn er hraun og náði leikmaðurinn ekki að nema staðar og hafnaði út í hrauni. Þar missti hann jafnvægið og skall með höfuðið í grjóti. Freydís segir það óhapp hafa litið nokkuð illa út. Ekki sást blóð á drengnum en ekki tókst að ná honum almennilega til meðvitundar og var því ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar en Freydís segir drenginn ekki einu sinni muna eftir þyrluferðinni. Líkt og fyrr segir voru báðir leikmennirnir lagðir inn á Landspítalann í Fossvogi en hafa báðir verið útskrifaðir þaðan. Drengirnir meiddust sem betur fer ekki alvarlega en hefur verið ráðlagt af læknum að taka því rólega næstu daga. Snæfellsbær Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Kalla þurfti til sjúkrabíls og þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna knattspyrnuleiks sameinaðs liðs Reynis/Víðis gegn Snæfellsnesi í þriðja flokki pilta á Hellissandi fyrr í dag. Fengu tveir leikmenn þung höfuðhögg og þurfti að flytja annan með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi.Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins. Fyrra atvikið átti sér stað þegar leikmaður Reynis/Víðis missti meðvitund eftir samstuð við leikmann Snæfellsnes. Leikmenn í þriðja flokki eru fæddir á árunum 2002 og 2003. Freydís Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Snæfellsnes, segir í samtali við Vísi að sá leikmaður hefði náð meðvitund nokkuð örugglega aftur en fann fyrir svima og ógleði. Var ekið með hann á Landspítalann í Fossvogi í Reykjavík. Freydís segir að sjúkrabíllinn hafi nánast ekki verið búinn að yfirgefa póstnúmer Hellissands þegar annar leikmaður missti meðvitund. Um var að ræða leikmann Snæfellsnes sem hafði tekið mikinn sprett til að varna því að boltinn færi út fyrir hliðarlínu. Umhverfis völlinn er hraun og náði leikmaðurinn ekki að nema staðar og hafnaði út í hrauni. Þar missti hann jafnvægið og skall með höfuðið í grjóti. Freydís segir það óhapp hafa litið nokkuð illa út. Ekki sást blóð á drengnum en ekki tókst að ná honum almennilega til meðvitundar og var því ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar en Freydís segir drenginn ekki einu sinni muna eftir þyrluferðinni. Líkt og fyrr segir voru báðir leikmennirnir lagðir inn á Landspítalann í Fossvogi en hafa báðir verið útskrifaðir þaðan. Drengirnir meiddust sem betur fer ekki alvarlega en hefur verið ráðlagt af læknum að taka því rólega næstu daga.
Snæfellsbær Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira