Lífið

Ariana Grande talin vera trúlofuð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ariana Grande og Pete Davidson hafa verið innileg á samfélagsmiðlum að undanförnu.
Ariana Grande og Pete Davidson hafa verið innileg á samfélagsmiðlum að undanförnu. Instagram

Söngkonan Ariana Grande virðist hafa staðfest sögusagnir þess efnis að hún sé trúlofuð.

Hún hefur verið virk á samfélagsmiðlum síðastliðinn sólarhring þar sem hún hefur svarað fjölda aðdáenda sinna sem grínast með mögulegt brúðkaup hennar og leikarans Pete Davidson.

Leikarinn er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í gamanþáttunum Saturday Night Live. Hann gekk til liðs við þáttinn aðeins tvítugur að aldri sem gerir hann að yngsta leikara í sögu SNL.

Erlendir miðlar telja að samband þeirra Davidson og Grande hafi staðið yfir í nokkrar vikur. Þau hafa við dugleg við að birta myndir af hvoru öðru á samfélagsmiðlum frá því í lok maí, þ.e. undanfarnar þrjár vikur. Davidson er jafnframt sagður hafa fengið sér húðflúr með upphafsstöfum söngkonunnar, sem og mynd af kanínueyrum sem Grande hefur gert að sínum.

Grande átti áður í sambandi við rapparann Mac Miller, en hún segir samband þeirra hafa verið „eitrað.“ Hún hafi þurft að passa upp á hann og liðið meira eins og móður en kærustu.

Grande greindi einnig frá því á dögunum að hún þjáist af áfallastreituröskun eftir hryðjuverkaáársina í Manchester í fyrra. Hún stóð á sviðinu þegar maður sprengdi sig í loft upp með þeim afleiðingum að 22 aðdáendur hnnar létu lífið.


Tengdar fréttir

Fyrsta lagið eftir árásina í Manchester

"No Tears Left to Cry“ er fyrsta lagið sem söngkonan Ariana Grande gefur út síðan hryðjuverkamaður sprengdi sprengju fyrir utan Manchester Arena tónleikahöllina þar sem söngkonan hélt tónleika.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.