Mikil aukning lögð til á veiðum úr verðmætum stofnum Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2018 12:24 Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar á fundinum í morgun. Hafrannsóknarstofnun leggur til töluverða aukningu á veiðum úr verðmætustu fiskistofnum á næsta fiskveiðiári og munar þar mestu um 40 prósenta aukningu á veiðum á ýsu. Hins vegar er lagt til að minna verði veitt af ýmsum hlýsjávartegundum og Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af stöðu humarstofnsins. Hafrannsóknarstofnun kynnti í morgun árlega úttekt sína á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir á þriðja tug stofna, sem miðast við varúðarsjónarmið og hámarksnýtingu til lengri tíma litið. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að leggja til auknar veiðar úr verðmætum stofnum. „Helstu fréttirnar eru þær að það er lögð til smá aukning í þorski sem er ánægjulegt. Um þrjú prósent. Svo er veruleg aukning í ýsu og ufsa. Fjörtíu prósent í ýsu og þrjátíu prósent í ufsa sem er verulegt. Þannig að við erum mjög ánægð með það,“ segir Guðmundur. Þótt ráðlögð aukning í þorski sé lág í prósentum talið er aukningin 6.865 tonn sem er veruleg verðmætaaukning. Verðmætaaukningin er síðan enn meiri í ýsunni þar sem lagt er til að veiða megi rétt tæplega 58 þúsund tonn og er aukningin 40 prósent milli ára eins og áður segir og Hafrannsóknarstofnun leggur til að veiðar á ufsa verði auknar um tæp 19 þúsund tonn. Aðrir fiskstofnar hafa ekki braggast. Þannig er lagt til að veitt verði mun minna af gullkarfa en á yfirstandandi fiskveiði eða 43.600 tonn sem er 14 prósentum minna. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu 90% eða 39.240 tonn koma í hlut Íslendinga. Ráðgjöf fyrir grálúðu er óbreytt frá fyrra ári eða 24.150 tonn. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu um 13.500 tonn koma í hlut Íslendinga.Humarstofninn að hruni kominn Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknarstofnunar hefur stofn íslensku sumargotssíldarinnar minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki sé að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem séu að koma inn í veiðistofninn séu metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verði aflamark næsta fiskveiðiárs um 35.186 tonn, sem er 9% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af lélegri nýliðun í humri. „Það er alveg rétt að við höfum þungar áhyggjur af humrinum og hver þróunin er. Við sjáum fram á lækkun á komandi árum og það hefur jafnvel verið nefnt að humarveiðar gætu stöðvast út af þessu,“ segir Guðmundur Þórðarson. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun leggur til töluverða aukningu á veiðum úr verðmætustu fiskistofnum á næsta fiskveiðiári og munar þar mestu um 40 prósenta aukningu á veiðum á ýsu. Hins vegar er lagt til að minna verði veitt af ýmsum hlýsjávartegundum og Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af stöðu humarstofnsins. Hafrannsóknarstofnun kynnti í morgun árlega úttekt sína á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir á þriðja tug stofna, sem miðast við varúðarsjónarmið og hámarksnýtingu til lengri tíma litið. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að leggja til auknar veiðar úr verðmætum stofnum. „Helstu fréttirnar eru þær að það er lögð til smá aukning í þorski sem er ánægjulegt. Um þrjú prósent. Svo er veruleg aukning í ýsu og ufsa. Fjörtíu prósent í ýsu og þrjátíu prósent í ufsa sem er verulegt. Þannig að við erum mjög ánægð með það,“ segir Guðmundur. Þótt ráðlögð aukning í þorski sé lág í prósentum talið er aukningin 6.865 tonn sem er veruleg verðmætaaukning. Verðmætaaukningin er síðan enn meiri í ýsunni þar sem lagt er til að veiða megi rétt tæplega 58 þúsund tonn og er aukningin 40 prósent milli ára eins og áður segir og Hafrannsóknarstofnun leggur til að veiðar á ufsa verði auknar um tæp 19 þúsund tonn. Aðrir fiskstofnar hafa ekki braggast. Þannig er lagt til að veitt verði mun minna af gullkarfa en á yfirstandandi fiskveiði eða 43.600 tonn sem er 14 prósentum minna. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu 90% eða 39.240 tonn koma í hlut Íslendinga. Ráðgjöf fyrir grálúðu er óbreytt frá fyrra ári eða 24.150 tonn. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu um 13.500 tonn koma í hlut Íslendinga.Humarstofninn að hruni kominn Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknarstofnunar hefur stofn íslensku sumargotssíldarinnar minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki sé að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem séu að koma inn í veiðistofninn séu metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verði aflamark næsta fiskveiðiárs um 35.186 tonn, sem er 9% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af lélegri nýliðun í humri. „Það er alveg rétt að við höfum þungar áhyggjur af humrinum og hver þróunin er. Við sjáum fram á lækkun á komandi árum og það hefur jafnvel verið nefnt að humarveiðar gætu stöðvast út af þessu,“ segir Guðmundur Þórðarson.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira