Mikil aukning lögð til á veiðum úr verðmætum stofnum Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2018 12:24 Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar á fundinum í morgun. Hafrannsóknarstofnun leggur til töluverða aukningu á veiðum úr verðmætustu fiskistofnum á næsta fiskveiðiári og munar þar mestu um 40 prósenta aukningu á veiðum á ýsu. Hins vegar er lagt til að minna verði veitt af ýmsum hlýsjávartegundum og Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af stöðu humarstofnsins. Hafrannsóknarstofnun kynnti í morgun árlega úttekt sína á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir á þriðja tug stofna, sem miðast við varúðarsjónarmið og hámarksnýtingu til lengri tíma litið. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að leggja til auknar veiðar úr verðmætum stofnum. „Helstu fréttirnar eru þær að það er lögð til smá aukning í þorski sem er ánægjulegt. Um þrjú prósent. Svo er veruleg aukning í ýsu og ufsa. Fjörtíu prósent í ýsu og þrjátíu prósent í ufsa sem er verulegt. Þannig að við erum mjög ánægð með það,“ segir Guðmundur. Þótt ráðlögð aukning í þorski sé lág í prósentum talið er aukningin 6.865 tonn sem er veruleg verðmætaaukning. Verðmætaaukningin er síðan enn meiri í ýsunni þar sem lagt er til að veiða megi rétt tæplega 58 þúsund tonn og er aukningin 40 prósent milli ára eins og áður segir og Hafrannsóknarstofnun leggur til að veiðar á ufsa verði auknar um tæp 19 þúsund tonn. Aðrir fiskstofnar hafa ekki braggast. Þannig er lagt til að veitt verði mun minna af gullkarfa en á yfirstandandi fiskveiði eða 43.600 tonn sem er 14 prósentum minna. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu 90% eða 39.240 tonn koma í hlut Íslendinga. Ráðgjöf fyrir grálúðu er óbreytt frá fyrra ári eða 24.150 tonn. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu um 13.500 tonn koma í hlut Íslendinga.Humarstofninn að hruni kominn Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknarstofnunar hefur stofn íslensku sumargotssíldarinnar minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki sé að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem séu að koma inn í veiðistofninn séu metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verði aflamark næsta fiskveiðiárs um 35.186 tonn, sem er 9% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af lélegri nýliðun í humri. „Það er alveg rétt að við höfum þungar áhyggjur af humrinum og hver þróunin er. Við sjáum fram á lækkun á komandi árum og það hefur jafnvel verið nefnt að humarveiðar gætu stöðvast út af þessu,“ segir Guðmundur Þórðarson. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun leggur til töluverða aukningu á veiðum úr verðmætustu fiskistofnum á næsta fiskveiðiári og munar þar mestu um 40 prósenta aukningu á veiðum á ýsu. Hins vegar er lagt til að minna verði veitt af ýmsum hlýsjávartegundum og Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af stöðu humarstofnsins. Hafrannsóknarstofnun kynnti í morgun árlega úttekt sína á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir á þriðja tug stofna, sem miðast við varúðarsjónarmið og hámarksnýtingu til lengri tíma litið. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að leggja til auknar veiðar úr verðmætum stofnum. „Helstu fréttirnar eru þær að það er lögð til smá aukning í þorski sem er ánægjulegt. Um þrjú prósent. Svo er veruleg aukning í ýsu og ufsa. Fjörtíu prósent í ýsu og þrjátíu prósent í ufsa sem er verulegt. Þannig að við erum mjög ánægð með það,“ segir Guðmundur. Þótt ráðlögð aukning í þorski sé lág í prósentum talið er aukningin 6.865 tonn sem er veruleg verðmætaaukning. Verðmætaaukningin er síðan enn meiri í ýsunni þar sem lagt er til að veiða megi rétt tæplega 58 þúsund tonn og er aukningin 40 prósent milli ára eins og áður segir og Hafrannsóknarstofnun leggur til að veiðar á ufsa verði auknar um tæp 19 þúsund tonn. Aðrir fiskstofnar hafa ekki braggast. Þannig er lagt til að veitt verði mun minna af gullkarfa en á yfirstandandi fiskveiði eða 43.600 tonn sem er 14 prósentum minna. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu 90% eða 39.240 tonn koma í hlut Íslendinga. Ráðgjöf fyrir grálúðu er óbreytt frá fyrra ári eða 24.150 tonn. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu um 13.500 tonn koma í hlut Íslendinga.Humarstofninn að hruni kominn Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknarstofnunar hefur stofn íslensku sumargotssíldarinnar minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki sé að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem séu að koma inn í veiðistofninn séu metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verði aflamark næsta fiskveiðiárs um 35.186 tonn, sem er 9% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af lélegri nýliðun í humri. „Það er alveg rétt að við höfum þungar áhyggjur af humrinum og hver þróunin er. Við sjáum fram á lækkun á komandi árum og það hefur jafnvel verið nefnt að humarveiðar gætu stöðvast út af þessu,“ segir Guðmundur Þórðarson.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira