Hafna mengandi stóriðju, skoða styttingu vinnuviku og lækkun fasteignaskatta Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2018 15:00 Fulltrúar meirihlutans í Reykjanesbæ kynna málefnasamninginn. Vísir/Einar Árnason Nýr meirihluti Reykjanesbæjar hafnar mengandi stóriðju í Helguvík. Þetta kemur fram í málefnasamningi Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar sem hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Í samningnum er greint frá nýju Framtíðarráði sem mun fjalla um starfsemina í Helguvík og er ætlað að leita lausna svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ sé ávallt í sátt við íbúa. Er stefnt að því að vinna áfram að uppbyggingu í Helguvík með það að leiðarljósi að nýta hafnarmannvirki og efla enn frekar kjarnastarfsemi Reykjaneshafnar. Framtíðarráðið á einnig að fjalla um útfærslur á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar. Þá ætlar þessi meirihluti að þrýsta á ríkisvaldið að ráðast í nauðsynlegt viðhald á Reykjanesbraut og klára tvöföldun hennar sem fyrst.Framtíðarráð nýs meirihluta á að fjalla um útfærslur á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuviku.Vísir/Einar ÁrnasonLögð verður áhersla á að efla umhverfisvitund bæjarbúa varðandi flokkun heimilissorps og fegrun bæjarins. Framkvæmd verður úttekt af óháðum aðilum á áhrifum mengandi starfsemi á lífsgæði bæjarbúa. Nýju Markaðs-, atvinnu- og ferðamálaráði (MAF) er ætlað að hafa forgöngu um að laða að fyrirtæki í hátækniiðnaði sem nýta sér vistvæna orku, nálægð við alþjóðaflugvöll og fyrsta flokks hafnaraðstöðu. Möguleikar í komu minni skemmtiferðaskipa til svæðisins verði skoðaðir með tilheyrandi þjónustu við ferðamenn. Þá verður stefnt að því að ná lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022 og er stefnt að því að lækka fasteignaskatta á kjörtímabilinu í ljósi hækkunar fasteignamats í bænum. Í málefnasamningnum er sérstaklega talað um bjarta tíma sem eru framundan í Reykjanesbær og hann sagður brátt verða fjölmennasta bæjarfélag landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kalli á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða.Lesa má málefnasamninginn í heild sinni hér. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Nýr meirihluti Reykjanesbæjar hafnar mengandi stóriðju í Helguvík. Þetta kemur fram í málefnasamningi Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar sem hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Í samningnum er greint frá nýju Framtíðarráði sem mun fjalla um starfsemina í Helguvík og er ætlað að leita lausna svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ sé ávallt í sátt við íbúa. Er stefnt að því að vinna áfram að uppbyggingu í Helguvík með það að leiðarljósi að nýta hafnarmannvirki og efla enn frekar kjarnastarfsemi Reykjaneshafnar. Framtíðarráðið á einnig að fjalla um útfærslur á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar. Þá ætlar þessi meirihluti að þrýsta á ríkisvaldið að ráðast í nauðsynlegt viðhald á Reykjanesbraut og klára tvöföldun hennar sem fyrst.Framtíðarráð nýs meirihluta á að fjalla um útfærslur á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuviku.Vísir/Einar ÁrnasonLögð verður áhersla á að efla umhverfisvitund bæjarbúa varðandi flokkun heimilissorps og fegrun bæjarins. Framkvæmd verður úttekt af óháðum aðilum á áhrifum mengandi starfsemi á lífsgæði bæjarbúa. Nýju Markaðs-, atvinnu- og ferðamálaráði (MAF) er ætlað að hafa forgöngu um að laða að fyrirtæki í hátækniiðnaði sem nýta sér vistvæna orku, nálægð við alþjóðaflugvöll og fyrsta flokks hafnaraðstöðu. Möguleikar í komu minni skemmtiferðaskipa til svæðisins verði skoðaðir með tilheyrandi þjónustu við ferðamenn. Þá verður stefnt að því að ná lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022 og er stefnt að því að lækka fasteignaskatta á kjörtímabilinu í ljósi hækkunar fasteignamats í bænum. Í málefnasamningnum er sérstaklega talað um bjarta tíma sem eru framundan í Reykjanesbær og hann sagður brátt verða fjölmennasta bæjarfélag landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kalli á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða.Lesa má málefnasamninginn í heild sinni hér.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira