HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júní 2018 06:00 Emmsjé Gauti, Pétur Marteinsson, Friðrik Guðmundsson og Gísli Marteinn. HM-Torgið má sjá í bakgrunninum Vesturbæingar og nærsveitamenn geta tekið gleði sína eftir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar það komst í fréttir hér í þessu blaði að rífa ætti Hagavagninn – HM í knattspyrnu verður skellt á skjá í hjarta Vesturbæjarins, á Melavellinum við Hofsvallagötu, sem af sumum er kölluð Oxford Street Reykjavíkur. „Ég er hérna staddur á skrifstofu Kaffi Vest og er að horfa á Exton menn byggja risaskjá fyrir utan. Það er kominn neðri parturinn á risaskjá sem er staðsettur á túninu við hliðina á Vesturbæjarlaug, við Hagavagninn. Þar erum við nefnilega að setja upp HM-torg, á því sem heitir Melavöllurinn,“ segir Emmsjé Gauti frá Hagavagninum en HM torgið er samstarf á milli Kaffi Vest, Brauð og Co., Melabúðarinnar og Hagavagnsins.Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám „Við vorum að hugsa hvernig við gætum aukið hverfisstemminguna og hvað við getum gert fyrir fólkið. Svo er líka þessi gata að verða svona, tja … Oxford Street Vesturbæjarins. Eða nýi Laugavegurinn. Það er að skapast rosalegur menningarkjarni hérna. Það eru flestir í þessum fyrirtækjum sem fá sér kaffi á Kaffi Vest þannig að þar hittumst við og þar spratt upp þessi hugmynd að gera þetta svona í kringum HM. Hugmyndin fékk að gerjast í smá tíma og endaði svona. Það er dálítið fyndið við þennan hóp sem setur þetta saman, þessa Vesturbæjar-mafíu, að þar eru fimm Breiðhyltingar.“ Gauti segir að hugmyndin hafi svo orðið að veruleika með innkomu Coke og Origo inn í hana en þá fóru hlutirnir að gerast. „Það verður veitingasala á staðnum. Við erum að stefna á að þetta verði fjölskylduvæn hátíð og að hér verði aðallega húllumhæ í kringum þessa þrjá íslensku leiki – og auðvitað ef við komumst áfram þá sýnum við það. Við erum svona að meta hvernig þetta verður þegar á líður – hvort við verðum með fleiri stóra leiki hérna eða hvernig það verður – það fer svolítið eftir stemmingu.“Verður fólk bara þarna í lautarferðarstemmingu með teppi á grasinu eða hvernig verður þetta? „Við ætlum að setja upp bekki og stóla en hvetjum fólk samt sem áður að taka með sér tjaldstóla og teppi. Næsta verkefni er að biðja til veðurguðanna til að fá þá til að vera góðir við okkur. Nú veit maður aldrei hvernig spáin verður en ég mun standa þarna í ponsjó sama hvernig veðrið verður.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Vesturbæingar og nærsveitamenn geta tekið gleði sína eftir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar það komst í fréttir hér í þessu blaði að rífa ætti Hagavagninn – HM í knattspyrnu verður skellt á skjá í hjarta Vesturbæjarins, á Melavellinum við Hofsvallagötu, sem af sumum er kölluð Oxford Street Reykjavíkur. „Ég er hérna staddur á skrifstofu Kaffi Vest og er að horfa á Exton menn byggja risaskjá fyrir utan. Það er kominn neðri parturinn á risaskjá sem er staðsettur á túninu við hliðina á Vesturbæjarlaug, við Hagavagninn. Þar erum við nefnilega að setja upp HM-torg, á því sem heitir Melavöllurinn,“ segir Emmsjé Gauti frá Hagavagninum en HM torgið er samstarf á milli Kaffi Vest, Brauð og Co., Melabúðarinnar og Hagavagnsins.Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám „Við vorum að hugsa hvernig við gætum aukið hverfisstemminguna og hvað við getum gert fyrir fólkið. Svo er líka þessi gata að verða svona, tja … Oxford Street Vesturbæjarins. Eða nýi Laugavegurinn. Það er að skapast rosalegur menningarkjarni hérna. Það eru flestir í þessum fyrirtækjum sem fá sér kaffi á Kaffi Vest þannig að þar hittumst við og þar spratt upp þessi hugmynd að gera þetta svona í kringum HM. Hugmyndin fékk að gerjast í smá tíma og endaði svona. Það er dálítið fyndið við þennan hóp sem setur þetta saman, þessa Vesturbæjar-mafíu, að þar eru fimm Breiðhyltingar.“ Gauti segir að hugmyndin hafi svo orðið að veruleika með innkomu Coke og Origo inn í hana en þá fóru hlutirnir að gerast. „Það verður veitingasala á staðnum. Við erum að stefna á að þetta verði fjölskylduvæn hátíð og að hér verði aðallega húllumhæ í kringum þessa þrjá íslensku leiki – og auðvitað ef við komumst áfram þá sýnum við það. Við erum svona að meta hvernig þetta verður þegar á líður – hvort við verðum með fleiri stóra leiki hérna eða hvernig það verður – það fer svolítið eftir stemmingu.“Verður fólk bara þarna í lautarferðarstemmingu með teppi á grasinu eða hvernig verður þetta? „Við ætlum að setja upp bekki og stóla en hvetjum fólk samt sem áður að taka með sér tjaldstóla og teppi. Næsta verkefni er að biðja til veðurguðanna til að fá þá til að vera góðir við okkur. Nú veit maður aldrei hvernig spáin verður en ég mun standa þarna í ponsjó sama hvernig veðrið verður.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45