Tala saman yfir vinnunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2018 20:00 Karlar geta unnið að áhugamálum sínum yfir spjalli og kaffibolla í vinnuskúr sem var opnaður í Hafnarfirði í dag. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og er því ætlað að koma í veg fyrir félagslega einangrun karlmanna. Markmiðið er að opna fleiri skúra víðs vegar á landinu. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og sambærilegir skúrar hafa verið opnaðir víðs vegar um heim. Forstjóri írsku samtakanna Men in Sheds var viðstaddur opnunina í Helluhrauni í Hafnafirði í dag. „Skúrarnir okkar í Írlandi eru orðnir yfir 400 talsins og þá nota yfir tíu þúsund menn á hverjum degi," segir Barry Sheridan, forstjóri Men in Sheds samtakanna í Írlandi. „Árangurinn er góður þar sem yfir 97 prósent meðlima okkar segja að heilsa þeirra og vellíðan hafi farið batnandi vegna skúrsins," segir Barry. Verkefnið er opið öllum karlmönnum eldri en 18 ára en allir meðlimir í dag eru á eftirlaunum. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir mikið lagt upp úr félagslega þættinum í starfinu. „Það er líka þannig með karlmenn að þeir talast ekki við, eða eiga erfiðara með það en konur, og það get ég alveg vottað fyrir, þegar þeir sitja á móti hvorum öðrum. Það er meira þegar þeir eru að vinna með eitthvað í höndunum og eru svona öxl í öxl eins og við köllum það, að þá fer samtalið af stað og þá myndast þessi tengsl," segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Á verkstæðinu verða ýmis námskeið og ræðst úrvalið af þátttakendum sem leggja sitt af mörkum. Í dag er til dæmis aðstaða fyrir myndlist, tréskurð og hnífasmíði. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt, að hitta þessa karla og spjalla. Ég hef nú gaman að handverki og er gamall handmenntakennari. Ef ég get hjálpað þeim eitthvað er ég mjög sæll með það," segir Steindór Vilhelm Gunnarsson, formaður Félags karla í skúrum. „Ég ætla að tálga eitthvað í tré og skera eitthvað út, og svo kannski skartgripasmíði," segir Steindór. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Karlar geta unnið að áhugamálum sínum yfir spjalli og kaffibolla í vinnuskúr sem var opnaður í Hafnarfirði í dag. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og er því ætlað að koma í veg fyrir félagslega einangrun karlmanna. Markmiðið er að opna fleiri skúra víðs vegar á landinu. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og sambærilegir skúrar hafa verið opnaðir víðs vegar um heim. Forstjóri írsku samtakanna Men in Sheds var viðstaddur opnunina í Helluhrauni í Hafnafirði í dag. „Skúrarnir okkar í Írlandi eru orðnir yfir 400 talsins og þá nota yfir tíu þúsund menn á hverjum degi," segir Barry Sheridan, forstjóri Men in Sheds samtakanna í Írlandi. „Árangurinn er góður þar sem yfir 97 prósent meðlima okkar segja að heilsa þeirra og vellíðan hafi farið batnandi vegna skúrsins," segir Barry. Verkefnið er opið öllum karlmönnum eldri en 18 ára en allir meðlimir í dag eru á eftirlaunum. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir mikið lagt upp úr félagslega þættinum í starfinu. „Það er líka þannig með karlmenn að þeir talast ekki við, eða eiga erfiðara með það en konur, og það get ég alveg vottað fyrir, þegar þeir sitja á móti hvorum öðrum. Það er meira þegar þeir eru að vinna með eitthvað í höndunum og eru svona öxl í öxl eins og við köllum það, að þá fer samtalið af stað og þá myndast þessi tengsl," segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Á verkstæðinu verða ýmis námskeið og ræðst úrvalið af þátttakendum sem leggja sitt af mörkum. Í dag er til dæmis aðstaða fyrir myndlist, tréskurð og hnífasmíði. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt, að hitta þessa karla og spjalla. Ég hef nú gaman að handverki og er gamall handmenntakennari. Ef ég get hjálpað þeim eitthvað er ég mjög sæll með það," segir Steindór Vilhelm Gunnarsson, formaður Félags karla í skúrum. „Ég ætla að tálga eitthvað í tré og skera eitthvað út, og svo kannski skartgripasmíði," segir Steindór.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira