Fleiri gerendur leita sér hjálpar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2018 19:30 Um fjórðungi fleiri gerendur í ofbeldissamböndum hafa leitað sér hjálpar hjá meðferðarstöðinni Heimilisfriði í ár en í fyrra. Flestir sem leita til þeirra eru karlar og telur sálfræðingur að umræða síðustu missera hafi leitt til sjálfsskoðunar hjá mörgum. Meðferðarúrræðið Heimilisfriður sem rekið er á vegum Velferðarráðuneytisins hét upphaflega Karlar til ábyrgðar og var stofnað fyrir tuttugu árum. Meðferðin hefur fyrst og fremst verið fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum þrátt fyrir að konum hafi einnig verið boðið upp á aðstoð á síðustu árum. Á þessum tuttugu árum hafa um 920 manns leitað til þeirra en undanfarið hefur orðið greinileg fjölgun, eða í kringum 25% á milli þessa árs og því síðasta. Sálfræðingur og annar upphafsmanna úrræðisins segir mikinn stíganda í starfseminni. „Núna undanfarna sex mánuði hafa komið rétt tæplega fimmtíu manns, nýir skjólstæðingar auk allra sem voru fyrir og allra sem eru að koma í endurkomur," segir Andrés Ragnarsson, sálfræðingur. Barnaverndar- og lögregluyfirvöld hafa vísað fólki á úrræðið en einhverjir hafa einnig leitað það uppi sjálfir. Um 85 til 90% þeirra sem leita til Heimilsfriðar eru karlar og er það oftast alvarlegasta ofbeldið að sögn Andrésar. Hann telur umræðu síðustu missera og metoo byltinguna hafa áhrif. „Það sem við erum að gera núna er afskaplega gott að mínu viti og við erum að opna eitthvað sem hefur verið þagað um allt, allt of lengi," segir Andrés. Einhverjir hafi beinlínis vísað til þessa við komuna. „Ég hef ekki tölu yfir hversu margir en nokkrir hafa gert það. Vísað í það, að þá hafi eitthvað farið í gang, og þeir farið að skoða og uppgötvað hreinlega að það sem þeir voru að gera var ekki bara „eitthvað", heldur var þetta ofbeldi sem þeir voru að beita." Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Um fjórðungi fleiri gerendur í ofbeldissamböndum hafa leitað sér hjálpar hjá meðferðarstöðinni Heimilisfriði í ár en í fyrra. Flestir sem leita til þeirra eru karlar og telur sálfræðingur að umræða síðustu missera hafi leitt til sjálfsskoðunar hjá mörgum. Meðferðarúrræðið Heimilisfriður sem rekið er á vegum Velferðarráðuneytisins hét upphaflega Karlar til ábyrgðar og var stofnað fyrir tuttugu árum. Meðferðin hefur fyrst og fremst verið fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum þrátt fyrir að konum hafi einnig verið boðið upp á aðstoð á síðustu árum. Á þessum tuttugu árum hafa um 920 manns leitað til þeirra en undanfarið hefur orðið greinileg fjölgun, eða í kringum 25% á milli þessa árs og því síðasta. Sálfræðingur og annar upphafsmanna úrræðisins segir mikinn stíganda í starfseminni. „Núna undanfarna sex mánuði hafa komið rétt tæplega fimmtíu manns, nýir skjólstæðingar auk allra sem voru fyrir og allra sem eru að koma í endurkomur," segir Andrés Ragnarsson, sálfræðingur. Barnaverndar- og lögregluyfirvöld hafa vísað fólki á úrræðið en einhverjir hafa einnig leitað það uppi sjálfir. Um 85 til 90% þeirra sem leita til Heimilsfriðar eru karlar og er það oftast alvarlegasta ofbeldið að sögn Andrésar. Hann telur umræðu síðustu missera og metoo byltinguna hafa áhrif. „Það sem við erum að gera núna er afskaplega gott að mínu viti og við erum að opna eitthvað sem hefur verið þagað um allt, allt of lengi," segir Andrés. Einhverjir hafi beinlínis vísað til þessa við komuna. „Ég hef ekki tölu yfir hversu margir en nokkrir hafa gert það. Vísað í það, að þá hafi eitthvað farið í gang, og þeir farið að skoða og uppgötvað hreinlega að það sem þeir voru að gera var ekki bara „eitthvað", heldur var þetta ofbeldi sem þeir voru að beita."
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira