Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar

Þolandi heimilisofbeldis segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki. Sonja Einarsdóttir kveðst hafa staðið í tuttugu mánaða skilnaðarferli þar sem ofbeldismanninum takist endalaust að tefja fyrir og þannig stjórna ferlinu.

Hún berst því enn fyrir algjöru frelsi frá manninum þrátt fyrir að hann hafi fengið fimm nálgunarbönn og dóm fyrir ofbeldi. Rætt verður við Sonju í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar verðum við líka í beinni útsendingu frá Norðurá þar sem laxveiðisumarið hófst í dag og frá Hafnarhúsinu, þar sem tilkynnt verður hvaða listamaður fer fyrir hönd Íslands á Feneyjatvíæringinn í myndlist á næsta ári.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.