Lærði að fara út úr líkamanum Hersir Aron Ólafsson skrifar 6. júní 2018 21:45 Lengri útgáfu af viðtalinu við Áslaugu Maríu má sjá í spilaranum hér að ofan.Kona sem beitt var grófu ofbeldi af foreldrum sínum í æsku segir skömm og niðurrif hafa fylgt sér alla tíð síðan. Það hafi tekið hana mörg ár að fullvissa sig um að hún væri í raun einhvers virði. Hún segir það krefjandi að vera til í samfélagi þar sem fólk skilur ekki.Sagði sögu sína í fyrsta sinnÁslaug María sagði sögu sína í fyrsta sinn opinberlega á málþingi um ofbeldi í nánum samböndum í dag. Áslaug notast ekki við eftirnafn, enda vill hún hvorki kenna sig við móður sína, sem beitti hana grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi, né föður sinn, sem auk þess beitti hana grófu kynferðisofbeldi. Í eitt skiptið þegar hún var 11 ára gömul streittist hún á móti þegar faðir hennar ætlaði að koma fram vilja sínum, en fjölskyldan bjó á 8. hæð í blokk. „Hann lyfti mér yfir svalirnar og hann segir við mig: Ég mun sleppa þér. Á ég að sleppa þér?“ lýsti Áslaug María á málþinginu í dag. Þó faðir Áslaugar hafi ekki sleppt henni þennan dag einkenndist æska hennar af stöðugri misnotkun og niðurlægingu af hendi foreldra sinna. Hún segist á tímabili hafa talið að þetta væri einfaldlega eðlilegt fjölskyldulíf. Flestir dagar hafi hins vegar gengið út á að lifa af, frekar en að lifa.Bjó sér til hugarheim sem hún flúði inn í„Að vera barn í svona aðstæðum þegar svona ofboðslega mikið ofbeldi á sér stað, þá er maður náttúrulega bara barn sem lærir að lifa í sínum eigin hugarheimi. Maður lærir að fara út úr líkamanum. Maður býr sér til einhvern hugarheim sem maður getur flúið inn í,“ segir Áslaug María. Á málþinginu sagði Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, samfélagið vanmeta áhrif ofbeldis á andlega líðan barna. Undir þetta tekur Áslaug sem sjálf dróst inn í sambönd sem einkenndust af ofbeldi á fullorðinsárum og gekk í gegnum mikla erfiðleika um langa hríð. Þó vel gangi í dag standi eftir stöðug þörf til að sanna sig. „Þetta er rosa krefjandi starf. Að vera til í samfélagi þar sem fólk skilur ekki. Maður hefur svo mikla þörf fyrir viðurkenningu. Að maður sé eitthvað. Að maður sé góður og duglegur. Þá leggur maður sig ofboðslega fram en það er líka ofboðslega erfitt,“ segir Áslaug. Tengdar fréttir „Þarna hafði hann síðasta tækifærið til að stjórna og drottna“ Jenný sagði ofbeldið af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns hafa beinst bæði gegn henni og börnum hennar. Ofbeldið lýsti sér að miklu leyti í óstjórnlegum bræðisköstum mannsins og þörf hans til að stjórna fjölskyldu sinni. 6. júní 2018 20:30 „Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Áslaug María sagði frá kynferðislegri misnotkun og ofbeldi af hálfu foreldra sinna á málþingi um heimilisofbeldi í dag. 6. júní 2018 14:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Lengri útgáfu af viðtalinu við Áslaugu Maríu má sjá í spilaranum hér að ofan.Kona sem beitt var grófu ofbeldi af foreldrum sínum í æsku segir skömm og niðurrif hafa fylgt sér alla tíð síðan. Það hafi tekið hana mörg ár að fullvissa sig um að hún væri í raun einhvers virði. Hún segir það krefjandi að vera til í samfélagi þar sem fólk skilur ekki.Sagði sögu sína í fyrsta sinnÁslaug María sagði sögu sína í fyrsta sinn opinberlega á málþingi um ofbeldi í nánum samböndum í dag. Áslaug notast ekki við eftirnafn, enda vill hún hvorki kenna sig við móður sína, sem beitti hana grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi, né föður sinn, sem auk þess beitti hana grófu kynferðisofbeldi. Í eitt skiptið þegar hún var 11 ára gömul streittist hún á móti þegar faðir hennar ætlaði að koma fram vilja sínum, en fjölskyldan bjó á 8. hæð í blokk. „Hann lyfti mér yfir svalirnar og hann segir við mig: Ég mun sleppa þér. Á ég að sleppa þér?“ lýsti Áslaug María á málþinginu í dag. Þó faðir Áslaugar hafi ekki sleppt henni þennan dag einkenndist æska hennar af stöðugri misnotkun og niðurlægingu af hendi foreldra sinna. Hún segist á tímabili hafa talið að þetta væri einfaldlega eðlilegt fjölskyldulíf. Flestir dagar hafi hins vegar gengið út á að lifa af, frekar en að lifa.Bjó sér til hugarheim sem hún flúði inn í„Að vera barn í svona aðstæðum þegar svona ofboðslega mikið ofbeldi á sér stað, þá er maður náttúrulega bara barn sem lærir að lifa í sínum eigin hugarheimi. Maður lærir að fara út úr líkamanum. Maður býr sér til einhvern hugarheim sem maður getur flúið inn í,“ segir Áslaug María. Á málþinginu sagði Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, samfélagið vanmeta áhrif ofbeldis á andlega líðan barna. Undir þetta tekur Áslaug sem sjálf dróst inn í sambönd sem einkenndust af ofbeldi á fullorðinsárum og gekk í gegnum mikla erfiðleika um langa hríð. Þó vel gangi í dag standi eftir stöðug þörf til að sanna sig. „Þetta er rosa krefjandi starf. Að vera til í samfélagi þar sem fólk skilur ekki. Maður hefur svo mikla þörf fyrir viðurkenningu. Að maður sé eitthvað. Að maður sé góður og duglegur. Þá leggur maður sig ofboðslega fram en það er líka ofboðslega erfitt,“ segir Áslaug.
Tengdar fréttir „Þarna hafði hann síðasta tækifærið til að stjórna og drottna“ Jenný sagði ofbeldið af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns hafa beinst bæði gegn henni og börnum hennar. Ofbeldið lýsti sér að miklu leyti í óstjórnlegum bræðisköstum mannsins og þörf hans til að stjórna fjölskyldu sinni. 6. júní 2018 20:30 „Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Áslaug María sagði frá kynferðislegri misnotkun og ofbeldi af hálfu foreldra sinna á málþingi um heimilisofbeldi í dag. 6. júní 2018 14:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
„Þarna hafði hann síðasta tækifærið til að stjórna og drottna“ Jenný sagði ofbeldið af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns hafa beinst bæði gegn henni og börnum hennar. Ofbeldið lýsti sér að miklu leyti í óstjórnlegum bræðisköstum mannsins og þörf hans til að stjórna fjölskyldu sinni. 6. júní 2018 20:30
„Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Áslaug María sagði frá kynferðislegri misnotkun og ofbeldi af hálfu foreldra sinna á málþingi um heimilisofbeldi í dag. 6. júní 2018 14:05