Foreldrar finna ekki börn sín vegna ösku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2018 19:01 Töluvert mannfall varð vegna gossins í Fuego-eldfjallinu síðastliðin sunnudag. Yfirvöld hafa staðfest að tæp hundrað manns séu látnir en hátt í tvö hundruð annarra er enn saknað. Eldfjallið umrædda er um 25 kílómetra suður af höfuðborginni. Þá segir prófessor í jarðeðlisfræði að gosið í Guatemala hafi getað orðið án manntjóns hefði það runnið niður annað gil. „Það sem veldur óhamingjunni allri er að þorp voru í vegi fyrri þessu gjóskuflóði. Hefði flóðið runnið niður annað gil, hefði þetta gos átt sér stað án manntjóns,“ segir Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Þá segir hann gos sem þessi ekki sjaldgæf, enda var gosið lítilsháttar, en mannfallið mikið vegna byggðar nálægt fjallinu. „Gosið í Grímsvötnum 2011 var talsvert stærra en umrætt gos í Guatemala. Hefði verið þorp í Grímsvötnum hefðum við séð svipaða sjón og í Guatemala. Þá má ekki gleyma því að íslensk eldfjöll geta vissulega framkallað hamfarir.“ Karina Maybely Orellana Rojas er frá Guatemala, en búsett hér á landi. Öll stórfjölskylda hennar býr úti, þar á meðal foreldrar og bræður. Hún segir aðstæður hræðilegar. „Lík fólks liggur á götum úti og foreldrar finna ekki börn sín vegna ösku. Hús frænku minnar er á kafi í ösku en hún slapp sjált.“ Katarina hefur sett af stað söfnun í ljósi aðstæðna í Guatemala. Hægt er að leggja henni lið hér. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Töluvert mannfall varð vegna gossins í Fuego-eldfjallinu síðastliðin sunnudag. Yfirvöld hafa staðfest að tæp hundrað manns séu látnir en hátt í tvö hundruð annarra er enn saknað. Eldfjallið umrædda er um 25 kílómetra suður af höfuðborginni. Þá segir prófessor í jarðeðlisfræði að gosið í Guatemala hafi getað orðið án manntjóns hefði það runnið niður annað gil. „Það sem veldur óhamingjunni allri er að þorp voru í vegi fyrri þessu gjóskuflóði. Hefði flóðið runnið niður annað gil, hefði þetta gos átt sér stað án manntjóns,“ segir Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Þá segir hann gos sem þessi ekki sjaldgæf, enda var gosið lítilsháttar, en mannfallið mikið vegna byggðar nálægt fjallinu. „Gosið í Grímsvötnum 2011 var talsvert stærra en umrætt gos í Guatemala. Hefði verið þorp í Grímsvötnum hefðum við séð svipaða sjón og í Guatemala. Þá má ekki gleyma því að íslensk eldfjöll geta vissulega framkallað hamfarir.“ Karina Maybely Orellana Rojas er frá Guatemala, en búsett hér á landi. Öll stórfjölskylda hennar býr úti, þar á meðal foreldrar og bræður. Hún segir aðstæður hræðilegar. „Lík fólks liggur á götum úti og foreldrar finna ekki börn sín vegna ösku. Hús frænku minnar er á kafi í ösku en hún slapp sjált.“ Katarina hefur sett af stað söfnun í ljósi aðstæðna í Guatemala. Hægt er að leggja henni lið hér.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira