Ríkislögreglustjóri sendir fimm menn til Rússlands Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2018 14:48 Í tilkynningu frá embættinu kemur fram að embættið verði virkt á samfélagsmiðlum en þar verður upplýsingum miðlað til stuðningsmanna. Vísir/EPA Fimm lögreglumenn á vegum embættis ríkislögreglustjóra verða sendir til Rússlands í tilefni af heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Tveir lögreglumenn munu starfa í alþjóðlegri stjórnstöð löggæslu í Moskvu en þar eiga sæti fulltrúar frá öllum þeim löndum sem taka þátt í mótinu. Þá munu þrír lögreglumenn fylgja liðinu á þá staði sem Ísland keppir á og munu þeir fylgja rússneskum lögreglumönnum við eftirlit í kringum stuðningsmannasvæði og leikvang. Hlutverk lögreglumannanna verður að aðstoða rússnesk yfirvöld við að halda uppi öryggi á meðan á mótinu stendur þannig að upplifun stuðningsmanna geti orðið sem ánægjulegust fyrir alla. Ríkislögreglustjóri mun verða í nánu og góðu samstarfi við utanríkisráðuneytið, sendiráð Íslands í Moskvu, Tólfuna og KSÍ við að safna og miðla gagnlegum upplýsingum til stuðningsmanna. Í tilkynningu frá embættinu kemur fram að embættið verði virkt á samfélagsmiðlum en þar verður upplýsingum miðlað til stuðningsmanna. Upplýsingar verða aðallega birtar á Facebook síðu embættisins og hægt verður að vera í sambandi við lögreglumenn í stjórnstöð í gegnum þá síðu til að senda fyrirspurnir eða koma ábendingum á framfæri. Þá verður einnig haldið úti Instagram síðu þar sem birtar verða myndir frá starfi lögreglumannanna í stjórnstöð og í kringum stuðningsmannasvæði og leikvanga. Jafnframt verður Twitter notað til að koma skilaboðum áleiðis. Þeir sem eru á leið til Rússlands eru hvattir til að gerast áskrifendur að þessum síðum og fylgjast náið með því sem þar verður birt. Facebook síðu ríkislögreglustjóra má finna á slóðinni: https://www.facebook.com/rikislogreglustjorinnInstagram reikninginn má finna á slóðinni: https://www.instagram.com/rikislogrstjTwitter reikning má finna á slóðinni: https://twitter.com/rikislogrstj eða @rikislogrstj Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Fimm lögreglumenn á vegum embættis ríkislögreglustjóra verða sendir til Rússlands í tilefni af heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Tveir lögreglumenn munu starfa í alþjóðlegri stjórnstöð löggæslu í Moskvu en þar eiga sæti fulltrúar frá öllum þeim löndum sem taka þátt í mótinu. Þá munu þrír lögreglumenn fylgja liðinu á þá staði sem Ísland keppir á og munu þeir fylgja rússneskum lögreglumönnum við eftirlit í kringum stuðningsmannasvæði og leikvang. Hlutverk lögreglumannanna verður að aðstoða rússnesk yfirvöld við að halda uppi öryggi á meðan á mótinu stendur þannig að upplifun stuðningsmanna geti orðið sem ánægjulegust fyrir alla. Ríkislögreglustjóri mun verða í nánu og góðu samstarfi við utanríkisráðuneytið, sendiráð Íslands í Moskvu, Tólfuna og KSÍ við að safna og miðla gagnlegum upplýsingum til stuðningsmanna. Í tilkynningu frá embættinu kemur fram að embættið verði virkt á samfélagsmiðlum en þar verður upplýsingum miðlað til stuðningsmanna. Upplýsingar verða aðallega birtar á Facebook síðu embættisins og hægt verður að vera í sambandi við lögreglumenn í stjórnstöð í gegnum þá síðu til að senda fyrirspurnir eða koma ábendingum á framfæri. Þá verður einnig haldið úti Instagram síðu þar sem birtar verða myndir frá starfi lögreglumannanna í stjórnstöð og í kringum stuðningsmannasvæði og leikvanga. Jafnframt verður Twitter notað til að koma skilaboðum áleiðis. Þeir sem eru á leið til Rússlands eru hvattir til að gerast áskrifendur að þessum síðum og fylgjast náið með því sem þar verður birt. Facebook síðu ríkislögreglustjóra má finna á slóðinni: https://www.facebook.com/rikislogreglustjorinnInstagram reikninginn má finna á slóðinni: https://www.instagram.com/rikislogrstjTwitter reikning má finna á slóðinni: https://twitter.com/rikislogrstj eða @rikislogrstj
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira