Innlent

Slökkvistarfi lokið á Fiskislóð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Vísir/Vilhelm
Slökkvistarfi er lokið að Fiskislóð 31 eftir að eldir braust út í þaki hússins fyrr í dag. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út vegna eldsins.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk slökkvistarf nokkuð greiðlega og hefur slökkviliðið yfirgefið vettvanginn.

Mikill viðbúnaður var á staðnum en eldurinn var talsverður. Iðnaðarmenn voru að störfum á þakinu þar sem þeir voru að leggja pappa og er talið að eldurinn hafi komið upp í tengslum við það.

Þurftu slökkviliðsmenn að opna þakið til þess að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út.

Fjölbreytt starfsemi er í húsinu, þar á meðal ferðaþjónustufyrirtæki, auglýsinga- og arkitektastofur, en ljóst er að framkvæmdir hafa staðið yfir á efstu hæð hússins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×