Segir mikinn missi vera að Bourdain Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 10:00 Anthony Bourdain gerði sjónvarpsþætti um framandi mat. Vísir/AP Sjónvarpskokkurinn og ferðalangurinn Anthony Bourdain svipti sig lífi í Frakklandi í gær. Náinn vinur hans, Eric Ripert, kom að honum á hótelherbergi hans. CNN greindi frá en Bourdain var í Frakklandi við upptökur á þáttaröð sinni fyrir sjónvarpsstöðina, Parts Unknown. Bourdain var 61 árs og lætur eftir sig ellefu ára dóttur. Annar þáttur fyrstu þáttaraðar einna vinsælustu þátta Bourdains, No Reservations, nefndist „Iceland: Hello Darkness My Old Friend“ og eins og nafnið gefur til kynna kynnti Bourdain sér íslenska matarmenningu í þættinum. Snæddi hann meðal annars kjötsúpu með kraftajötnum í World Class Laugum, blótaði þorra, fékk sér eina með öllu á Bæjarins beztu eftir stífa drykkju í miðbænum og kíkti í Bláa lónið. „Þetta er það versta, ógeðslegasta og bragðversta sem ég hef nokkurn tímann borðað,“ sagði Bourdain í þættinum þegar hann smakkaði kæstan hákarl. Sigurður Gíslason matreiðslumaður kynntist Bourdain þegar hann var hér á landi að taka upp þáttinn. Sigurður vann þá á Vox á Hótel Nordica. „Þeir voru á hótelinu og svo komu þeir og borðuðu og við lentum á spjalli og kynntumst aðeins,“ segir Sigurður. Hann segir Bourdain síðan hafa beðið sig um að elda fyrir hann mat til að taka upp á jökul, eins og sýnt var frá í þættinum. „Við græjuðum það og vorum svo í einhverju fjöri um kvöldið.“ Sigurður segir kynni sín af Bourdain hafa verið góð. „Hann bauð mér að koma og heimsækja sig til New York en ég lét reyndar aldrei verða af því. Hann var einstaklega ljúfur og skemmtilegur.“ Að sögn Sigurðar var Bourdain „hrikalega flottur“. Segir hann að það sé mjög mikill missir að Bourdain úr matreiðsluheiminum, sér í lagi út af þáttum hans þar sem hann ferðaðist út um allan heim. „Hann nálgaðist þetta á allt annan hátt en hefur verið gert. Var svolítið í „street foodinu“ og sneiddi framhjá þessu „fine dining“ dótaríi. Svona kokkur fólksins,“ segir Sigurður. Bourdain gerði fjölda sjónvarpsþátta á ævi sinni. Þeir langlífustu voru fyrrnefndir þættir, No Reservations og Parts Unknown, en sýningar á elleftu syrpu Parts Unknown standa nú yfir í Bandaríkjunum. Þá hlaut hann einnig mikið lof fyrir Kitchen Confidential: Adventures in the Culinary Underbelly, bók sem hann gaf út árið 2000. Fjallaði hann þar um dekkri hliðar matargerðar og um neyslu sína á kókaíni, heróíni og LSD. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn og ferðalangurinn Anthony Bourdain svipti sig lífi í Frakklandi í gær. Náinn vinur hans, Eric Ripert, kom að honum á hótelherbergi hans. CNN greindi frá en Bourdain var í Frakklandi við upptökur á þáttaröð sinni fyrir sjónvarpsstöðina, Parts Unknown. Bourdain var 61 árs og lætur eftir sig ellefu ára dóttur. Annar þáttur fyrstu þáttaraðar einna vinsælustu þátta Bourdains, No Reservations, nefndist „Iceland: Hello Darkness My Old Friend“ og eins og nafnið gefur til kynna kynnti Bourdain sér íslenska matarmenningu í þættinum. Snæddi hann meðal annars kjötsúpu með kraftajötnum í World Class Laugum, blótaði þorra, fékk sér eina með öllu á Bæjarins beztu eftir stífa drykkju í miðbænum og kíkti í Bláa lónið. „Þetta er það versta, ógeðslegasta og bragðversta sem ég hef nokkurn tímann borðað,“ sagði Bourdain í þættinum þegar hann smakkaði kæstan hákarl. Sigurður Gíslason matreiðslumaður kynntist Bourdain þegar hann var hér á landi að taka upp þáttinn. Sigurður vann þá á Vox á Hótel Nordica. „Þeir voru á hótelinu og svo komu þeir og borðuðu og við lentum á spjalli og kynntumst aðeins,“ segir Sigurður. Hann segir Bourdain síðan hafa beðið sig um að elda fyrir hann mat til að taka upp á jökul, eins og sýnt var frá í þættinum. „Við græjuðum það og vorum svo í einhverju fjöri um kvöldið.“ Sigurður segir kynni sín af Bourdain hafa verið góð. „Hann bauð mér að koma og heimsækja sig til New York en ég lét reyndar aldrei verða af því. Hann var einstaklega ljúfur og skemmtilegur.“ Að sögn Sigurðar var Bourdain „hrikalega flottur“. Segir hann að það sé mjög mikill missir að Bourdain úr matreiðsluheiminum, sér í lagi út af þáttum hans þar sem hann ferðaðist út um allan heim. „Hann nálgaðist þetta á allt annan hátt en hefur verið gert. Var svolítið í „street foodinu“ og sneiddi framhjá þessu „fine dining“ dótaríi. Svona kokkur fólksins,“ segir Sigurður. Bourdain gerði fjölda sjónvarpsþátta á ævi sinni. Þeir langlífustu voru fyrrnefndir þættir, No Reservations og Parts Unknown, en sýningar á elleftu syrpu Parts Unknown standa nú yfir í Bandaríkjunum. Þá hlaut hann einnig mikið lof fyrir Kitchen Confidential: Adventures in the Culinary Underbelly, bók sem hann gaf út árið 2000. Fjallaði hann þar um dekkri hliðar matargerðar og um neyslu sína á kókaíni, heróíni og LSD.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira