Lýsir áhyggjum yfir atvinnuleysi háskólamenntaðra Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. júní 2018 20:00 Stóraukin aðsókn er í Háskóla Íslands í haust á sama tíma og formaður BHM lýsir áhyggjum yfir atvinnuleysi háskólamenntaðra. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, þvertekur fyrir að of margir Íslendingar fari í háskólanám, þó skoða mætti að velja í auknum mæli inn í nám. Tæplega 5000 umsóknir bárust um grunnnám í HÍ fyrir haustið, hátt í 12 prósent fleiri en í fyrra. Ástæðuna segir rektor að miklu leyti mega rekja til styttingar framhaldsskólanna.Tvöfaldir árgangar útskrifast „Þetta helgast af því að sumir framhaldsskólar hafa nú þegar brautskráð tvöfalda árganga, aðrir eru að gera það í fyrsta skipti og svo á næsta ári eru það MA og MR sem eru mjög stórir framhaldsskólar. Þetta er eitthvað sem við höfðum gert ráð fyrir og undirbúið okkur á undanförnum árum,“ segir Jón Atli. Í Fréttablaðinu í morgun lýsti formaður BHM áhyggjum af atvinnuleysi háskólamenntaðra. Þannig séu nú um 1100 háskólamenntaðir Íslendingar án vinnu, og eru þeir um fjórðungur allra atvinnulausra.Frétt Vísis: Áhyggjur af atvinnuleysi menntaðra „Atvinnuleysi háskólamenntaðra hefur staðið í stað of lengi, í nokkur ár, og það er ekki að sjá að það séu að verða neinar breytingar,“ segir Þórunn. Hún segir stjórnvöld þurfa að setja skýrar línur í málaflokknum.Lýsa eftir menntastefnu „Svo virðist sem reiknilíkön, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla, ráði miklu um menntastefnuna. Við höfum hreinlega lýst eftir menntastefnu fyrir Ísland,“ segir þórunn. Jón Atli segir að ræða megi ýmis atriði í þessu sambandi. „Til að mynda að velja frekar inn í nám, t.d. við ríkisháskólana, sem er bara gert að litlu leyti.“ Hann þvertekur þó fyrir að hér fari of margir í háskólanám. Þannig séum við rétt að ná Norðurlöndunum í fjölda háskólamenntaðra í samfélaginu. Auk þess sé nú mikil aðsókn í greinar á borð við verkfræði og leikskólakennaranám þar sem eftirspurn er eftir starfsfólki. „Nú eru stjórnvöld að setja af stað nýsköpunarstefnu til að leggja áherslu á að þróa hér nýsköpunarsamfélag, þekkingarsamfélag. Það er stefnan. Með öflugu þekkingarsamfélagi hef ég fulla trú á að það verði til störf fyrir fólk hér á Íslandi,“ segir Jón Atli. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Stóraukin aðsókn er í Háskóla Íslands í haust á sama tíma og formaður BHM lýsir áhyggjum yfir atvinnuleysi háskólamenntaðra. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, þvertekur fyrir að of margir Íslendingar fari í háskólanám, þó skoða mætti að velja í auknum mæli inn í nám. Tæplega 5000 umsóknir bárust um grunnnám í HÍ fyrir haustið, hátt í 12 prósent fleiri en í fyrra. Ástæðuna segir rektor að miklu leyti mega rekja til styttingar framhaldsskólanna.Tvöfaldir árgangar útskrifast „Þetta helgast af því að sumir framhaldsskólar hafa nú þegar brautskráð tvöfalda árganga, aðrir eru að gera það í fyrsta skipti og svo á næsta ári eru það MA og MR sem eru mjög stórir framhaldsskólar. Þetta er eitthvað sem við höfðum gert ráð fyrir og undirbúið okkur á undanförnum árum,“ segir Jón Atli. Í Fréttablaðinu í morgun lýsti formaður BHM áhyggjum af atvinnuleysi háskólamenntaðra. Þannig séu nú um 1100 háskólamenntaðir Íslendingar án vinnu, og eru þeir um fjórðungur allra atvinnulausra.Frétt Vísis: Áhyggjur af atvinnuleysi menntaðra „Atvinnuleysi háskólamenntaðra hefur staðið í stað of lengi, í nokkur ár, og það er ekki að sjá að það séu að verða neinar breytingar,“ segir Þórunn. Hún segir stjórnvöld þurfa að setja skýrar línur í málaflokknum.Lýsa eftir menntastefnu „Svo virðist sem reiknilíkön, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla, ráði miklu um menntastefnuna. Við höfum hreinlega lýst eftir menntastefnu fyrir Ísland,“ segir þórunn. Jón Atli segir að ræða megi ýmis atriði í þessu sambandi. „Til að mynda að velja frekar inn í nám, t.d. við ríkisháskólana, sem er bara gert að litlu leyti.“ Hann þvertekur þó fyrir að hér fari of margir í háskólanám. Þannig séum við rétt að ná Norðurlöndunum í fjölda háskólamenntaðra í samfélaginu. Auk þess sé nú mikil aðsókn í greinar á borð við verkfræði og leikskólakennaranám þar sem eftirspurn er eftir starfsfólki. „Nú eru stjórnvöld að setja af stað nýsköpunarstefnu til að leggja áherslu á að þróa hér nýsköpunarsamfélag, þekkingarsamfélag. Það er stefnan. Með öflugu þekkingarsamfélagi hef ég fulla trú á að það verði til störf fyrir fólk hér á Íslandi,“ segir Jón Atli.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira