Þáttur Kelta virðist hafa verið vanmetinn í landnámi Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2018 23:42 Sunna Ebenesersdóttir, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, er aðalhöfundur vísindagreinarinnar. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Norrænir menn voru 57 prósent landnámsmanna Íslands, - heldur lægra hlutfall en almennt hefur verið ályktað út frá fornsögunum, - en 43 prósent voru af keltneskum uppruna. Þetta sýnir ný rannsókn vísindmanna Íslenskrar erfðagreiningar á tönnum landnámsmanna, sem birtist í vísindatímaritinu Science í dag. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Fullt var út úr dyrum þegar niðurstöðurnar voru kynntar í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Áhuginn á nýjum fróðleik um uppruna Íslendinga sýndi sig í þeim fjölda sem mætti í sal Íslenskrar erfðagreiningar síðdegis til að heyra um nýjustu uppgötvanir vísindamanna fyrirtækisins. Þeir Agnar Helgason og Kári Stefánsson birtu fyrir átján árum frægar niðurstöður um að 62 prósent landnámskvenna hefðu komið frá Bretlandseyjum en 75 prósent karla frá Noregi. Þá notuðu þeir arfgerðir núlifandi Íslendinga til að álykta um uppruna landnámsmanna. Sunna Ebenesersdóttir er núna komin til liðs við þá Agnar og Kára og að þessu sinni fara þau beint í sjálfa landnámsmennina með því að nýta sér líkamsleifar sem fornleifafræðingar hafa fundið í kumlum og elstu kirkjugörðum, en tennurnar varðveita erfðaefnið best. Tekist hefur að raðgreina erfðamengi úr tönnum 25 einstaklinga frá landnámsöld.Höfundar vísindagreinarinnar, þau Kári Stefánssson, Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er svona eins og að vera með hálfgerða tímavél. Við getum farið aftur og skoðað einstaklingana sem voru uppi á þessum tíma,” segir Sunna, sem er líffræðilegur mannfræðingur. Út frá Íslendingasögunum höfum við ályktað að Íslendingar væru að stærstum hluta norræn þjóð að uppruna og kannski að einhverju leyti keltnesk. Hópurinn sem kom frá Bretlandseyjum virðist hins vegar hafa verið býsna stór, eða 43 prósent, samkvæmt rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Landnámsmenn af norrænum uppruna reyndust 57 prósent. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.En svo breyttist erfðamengi þjóðarinnar og núna er norræn uppruni í 70 prósentum Íslendinga. „Við höfum breyst við það að það hefur orðið töluvert mannfall vegna smitsjúkdóma, vegna eldgosa, og svo framvegis. Og við þetta mannfall þá myndast þær kringumstæður að genaflökt getur breytt þjóðinni töluvert. Og hér sitjum við uppi núna, ellefuhundruð árum síðar, og við höfum breyst meira heldur en Bretarnir hafa breyst á sínu landi, þrátt fyrir það að við séum svona einangruð,” segir Kári. Rannsóknirnar styðja líka vel við sögurnar af norrænum víkingum sem blönduðust á Bretlandseyjum. „Við sjáum núna að það hafa komið hingað til Íslands blandaðar fjölskyldur. Þannig að það hafa komið einstaklingar sem hafa blandast, - þá líklega bara á leiðinni hingað til Íslands, til dæmis á Bretlandseyjum. Það eru náttúrlega ágætis líkur á því,” segir Sunna. Kannski er stóra fréttin sú að þáttur Kelta hefur verið vanmetinn í landnáminu. „Ég held að Keltarnir hafi átt stóran þátt í sögu þessarar þjóðar. Ég held að það sé fullt í eiginleikum íslenskrar þjóðar sem megi rekja til Keltanna frekar heldur en Norðmannanna. Þannig að ég held að við séum ósköp hamingjusöm blanda af þessum tveimur þjóðum,” segir Kári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Norrænir menn voru 57 prósent landnámsmanna Íslands, - heldur lægra hlutfall en almennt hefur verið ályktað út frá fornsögunum, - en 43 prósent voru af keltneskum uppruna. Þetta sýnir ný rannsókn vísindmanna Íslenskrar erfðagreiningar á tönnum landnámsmanna, sem birtist í vísindatímaritinu Science í dag. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Fullt var út úr dyrum þegar niðurstöðurnar voru kynntar í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Áhuginn á nýjum fróðleik um uppruna Íslendinga sýndi sig í þeim fjölda sem mætti í sal Íslenskrar erfðagreiningar síðdegis til að heyra um nýjustu uppgötvanir vísindamanna fyrirtækisins. Þeir Agnar Helgason og Kári Stefánsson birtu fyrir átján árum frægar niðurstöður um að 62 prósent landnámskvenna hefðu komið frá Bretlandseyjum en 75 prósent karla frá Noregi. Þá notuðu þeir arfgerðir núlifandi Íslendinga til að álykta um uppruna landnámsmanna. Sunna Ebenesersdóttir er núna komin til liðs við þá Agnar og Kára og að þessu sinni fara þau beint í sjálfa landnámsmennina með því að nýta sér líkamsleifar sem fornleifafræðingar hafa fundið í kumlum og elstu kirkjugörðum, en tennurnar varðveita erfðaefnið best. Tekist hefur að raðgreina erfðamengi úr tönnum 25 einstaklinga frá landnámsöld.Höfundar vísindagreinarinnar, þau Kári Stefánssson, Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er svona eins og að vera með hálfgerða tímavél. Við getum farið aftur og skoðað einstaklingana sem voru uppi á þessum tíma,” segir Sunna, sem er líffræðilegur mannfræðingur. Út frá Íslendingasögunum höfum við ályktað að Íslendingar væru að stærstum hluta norræn þjóð að uppruna og kannski að einhverju leyti keltnesk. Hópurinn sem kom frá Bretlandseyjum virðist hins vegar hafa verið býsna stór, eða 43 prósent, samkvæmt rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Landnámsmenn af norrænum uppruna reyndust 57 prósent. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.En svo breyttist erfðamengi þjóðarinnar og núna er norræn uppruni í 70 prósentum Íslendinga. „Við höfum breyst við það að það hefur orðið töluvert mannfall vegna smitsjúkdóma, vegna eldgosa, og svo framvegis. Og við þetta mannfall þá myndast þær kringumstæður að genaflökt getur breytt þjóðinni töluvert. Og hér sitjum við uppi núna, ellefuhundruð árum síðar, og við höfum breyst meira heldur en Bretarnir hafa breyst á sínu landi, þrátt fyrir það að við séum svona einangruð,” segir Kári. Rannsóknirnar styðja líka vel við sögurnar af norrænum víkingum sem blönduðust á Bretlandseyjum. „Við sjáum núna að það hafa komið hingað til Íslands blandaðar fjölskyldur. Þannig að það hafa komið einstaklingar sem hafa blandast, - þá líklega bara á leiðinni hingað til Íslands, til dæmis á Bretlandseyjum. Það eru náttúrlega ágætis líkur á því,” segir Sunna. Kannski er stóra fréttin sú að þáttur Kelta hefur verið vanmetinn í landnáminu. „Ég held að Keltarnir hafi átt stóran þátt í sögu þessarar þjóðar. Ég held að það sé fullt í eiginleikum íslenskrar þjóðar sem megi rekja til Keltanna frekar heldur en Norðmannanna. Þannig að ég held að við séum ósköp hamingjusöm blanda af þessum tveimur þjóðum,” segir Kári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30