Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2018 12:31 Frá vettvangi við Þingvallavatn í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir slys syðst á Þingvallavatni í dag. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá kafara ásamt kafarabíl og bát á vettvang að Þingvallavatni, nánar tiltekið að Villingavatni til suðurs, skömmu eftir hádegi í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu staðfesti í samtali við Vísi á öðrum tímanum að mennirnir hefðu náðst upp úr vatninu og að þeir hefðu verið fluttir á sjúkrahús. Hann gat hvorki gefið frekari upplýsingar um líðan mannanna né björgunaraðgerðir á vettvangi. Vitni á vettvangi segir að sést hafi til tveggja manna á bát á vatinu í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þá voru björgunarsveitir sendar að Þingvallavatni eftir að tilkynning barst um slysið. Fjölmennur hópur björgunarsveitarmanna var staddur við Ölfusá við leit að manni sem fór í ána í nótt og voru hópar sendir þaðan að Þingvöllum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við Vísi á þriðja tímanum að björgunarsveitir hafi lokið störfum á vettvangi við Þingvallavatn. Þær hafi aðallega verið í því að loka fyrir umferð til að greiða fyrir leið sjúkrabíla til og frá svæðinu. Þá segir hann að ekki hafi þurft að leita út um vatnið á bátum björgunarsveitanna þegar á vettvang kom en mennirnir fundust tiltölulega fljótt. Davíð bjó ekki yfir upplýsingum um tildrög atviksins á vatninu en sagði lögreglu og sjúkraflutningamenn á staðnum. Ekki hefur náðst í Svein Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, vegna slyssins en hann sagði í samtali við fréttastofu RÚV eftir hádegi að hópur hafi verið synda syðst í vatninu þegar tveir urðu viðskila við hópinn. Vitni á vettvangi sögðu í samtali við fréttastofu nú á þriðja tímanum að sést hefði til tveggja manna í bát á vatninu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Þá fengust upphaflega þær upplýsingar að leit stæði yfir að einum einstaklingi. Síðar fengust þær upplýsingar að um tvo einstaklinga var að ræða. Fréttin hefur verið leiðrétt í samræmi við það. Kafarabíll slökkviliðsins á leið á vettvang skömmu eftir hádegi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björgunarsveitir voru kallaðar að Þingvallavatni þegar tilkynning um slysið barst. Myndin er frá vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir slys syðst á Þingvallavatni í dag. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá kafara ásamt kafarabíl og bát á vettvang að Þingvallavatni, nánar tiltekið að Villingavatni til suðurs, skömmu eftir hádegi í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu staðfesti í samtali við Vísi á öðrum tímanum að mennirnir hefðu náðst upp úr vatninu og að þeir hefðu verið fluttir á sjúkrahús. Hann gat hvorki gefið frekari upplýsingar um líðan mannanna né björgunaraðgerðir á vettvangi. Vitni á vettvangi segir að sést hafi til tveggja manna á bát á vatinu í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þá voru björgunarsveitir sendar að Þingvallavatni eftir að tilkynning barst um slysið. Fjölmennur hópur björgunarsveitarmanna var staddur við Ölfusá við leit að manni sem fór í ána í nótt og voru hópar sendir þaðan að Þingvöllum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við Vísi á þriðja tímanum að björgunarsveitir hafi lokið störfum á vettvangi við Þingvallavatn. Þær hafi aðallega verið í því að loka fyrir umferð til að greiða fyrir leið sjúkrabíla til og frá svæðinu. Þá segir hann að ekki hafi þurft að leita út um vatnið á bátum björgunarsveitanna þegar á vettvang kom en mennirnir fundust tiltölulega fljótt. Davíð bjó ekki yfir upplýsingum um tildrög atviksins á vatninu en sagði lögreglu og sjúkraflutningamenn á staðnum. Ekki hefur náðst í Svein Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, vegna slyssins en hann sagði í samtali við fréttastofu RÚV eftir hádegi að hópur hafi verið synda syðst í vatninu þegar tveir urðu viðskila við hópinn. Vitni á vettvangi sögðu í samtali við fréttastofu nú á þriðja tímanum að sést hefði til tveggja manna í bát á vatninu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Þá fengust upphaflega þær upplýsingar að leit stæði yfir að einum einstaklingi. Síðar fengust þær upplýsingar að um tvo einstaklinga var að ræða. Fréttin hefur verið leiðrétt í samræmi við það. Kafarabíll slökkviliðsins á leið á vettvang skömmu eftir hádegi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björgunarsveitir voru kallaðar að Þingvallavatni þegar tilkynning um slysið barst. Myndin er frá vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira