Oddvitaáskorunin: Hitti mörg hundruð manns og kjóllinn var á röngunni Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2018 13:00 Rósa og fjölskylda hennar. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Rósa Guðbjartsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Rósa Guðbjartsdóttir er 52 ára, gift, fjögurra barna móðir. Ég ólst upp frá tíu ára aldri í Norðurbænum í Hafnarfirði, gekk í Víðistaðaskóla og varð stúdent frá Flensborg. Síðan lá leiðin í Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-gráðu í stjórnmálafræði samhliða vinnu á fjölmiðlum. Ég starfaði við blaða-, fréttamennsku og dagskrárgerð á DV, Bylgjunni og Stöð 2 um langt árabil. Við hjónin fluttum fyrir aldamótin til Tampa í Flórída með barnunga elstu syni okkar tvo, þar sem við dvöldum í eitt ár við nám. Ég starfaði síðan um 5 ára skeið sem framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, til ársins 2006, og hef undanfarin tíu ár verið formaður stjórnar félagsins. Málefni bæjarins eru mér afar kær og ég brenn fyrir að bæta og efla bæinn minn í öllu tilliti – hjartað slær fyrir Hafnarfjörð. Ég hef verið í bæjarstjórn frá árinu 2006 og auk þess starfað við bókaútgáfu, við ritstörf og ýmislegt fleira. Síðastliðin fjögur ár hef ég verið oddviti Sjálfstæðisflokksins og verið formaður bæjarráðs og fræðsluráðs. Áhugamálin tengjast íþróttum á einn eða annan hátt, einnig matargerð, bókum, ræktun og svo bara því að njóta lífsins og góðra stunda með fjölskyldu, vinum og dýrunum á heimilinu. Við Sjálfstæðismenn leggjum stolt fram okkar verk á kjörtímabilinu þar sem ber hæst hve góður árangur hefur náðst í rekstrinum og hægt hefur verið að framkvæma og efla þjónustuna fyrir eigið fé sveitarfélagsins. Við viljum fylgja þeirri stefnu, halda áfram að lækka álögur og gjöld í bænum, nýta þau fjölmörgu tækifæri sem blasa við og koma Hafnarfirði í röð allra fremstu sveitarfélaga landsins.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fyrir utan Hamarinn og Lækinn í Hafnarfirði þá koma Þingvellir og Ásbyrgi helst upp í hugann.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Þar sem ég gæti haft nóg af dýrum í kringum mig og góða aðstöðu til að rækta allt mögulegt.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lax, jafnt hrár sem eldaðurHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Það slær fátt við hollu, djúsí hamborgurunum sem ég geri með heimagerðri bernaisesósu. Og svo bara allt mögulegt sko.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? My heart will go on með Celine Dion.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það sem er svona ferskast í minningunni þegar ég hjólaði niður á höfn og það var bæjarhátíð og ég hitti mörg hundruð manns. Ég var í voða fínum sumarkjól sem ég var nýbúin að kaupa mér, tók myndir og setti á Facebook um hvað þetta var búið að vera góður dagur. Svo þegar ég kom heim að þá leit ég í spegil og áttaði mig á því að ég hafði verið í kjólnum á röngunni.Draumaferðalagið? Langar til Balí.Trúir þú á líf eftir dauðann? Stundum.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Tók þátt í svo hrikalegum hrekk með laxerolíu að síðan þá hef ég ekki hrekkt mikið.Hundar eða kettir? Hundar, en elska líka ketti.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Titanic.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Klárlega Marcia Cross.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég er 100% Stark. Ég held að Stark væru traustir Sjálfstæðismenn og Eddard væri líklega bróðir minn. ;)Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Geri ekki upp á milli bræðranna Jónssona.Uppáhalds bókin? „Með lífið að veði“ eftir Yeonmi Park er mér enn mjög ofarlega í huga.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Franskt rauðvín.Uppáhalds þynnkumatur? Eitthvað veeeel sterkt.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Helstu hvorutveggja í sömu ferð.Hefur þú pissað í sundlaug? Held ekki, en örugglega í sjóinn.Hvaða lag kemur þér í gírinn? „Dönsum (eins og hálfvitar)“ með Frikka Dór er alltaf næs.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ekkert sem mér dettur í hug en eiginmaðurinn er hundfúll yfir því að samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar er ekki leyfilegt að fá hana í garðinn með hænunum. Spurning um að breyta því?Á að banna flugelda? Nei, en hjálpumst að við að týna þá upp af götunum eftir áramótin.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Annað hvort Fanndís Friðriksdóttir eða Sara Dögg Gunnarsdóttir, fyrirmyndardömur. Jú, og svo Gylfi Þór Sigurðsson.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Rósa Guðbjartsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Rósa Guðbjartsdóttir er 52 ára, gift, fjögurra barna móðir. Ég ólst upp frá tíu ára aldri í Norðurbænum í Hafnarfirði, gekk í Víðistaðaskóla og varð stúdent frá Flensborg. Síðan lá leiðin í Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-gráðu í stjórnmálafræði samhliða vinnu á fjölmiðlum. Ég starfaði við blaða-, fréttamennsku og dagskrárgerð á DV, Bylgjunni og Stöð 2 um langt árabil. Við hjónin fluttum fyrir aldamótin til Tampa í Flórída með barnunga elstu syni okkar tvo, þar sem við dvöldum í eitt ár við nám. Ég starfaði síðan um 5 ára skeið sem framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, til ársins 2006, og hef undanfarin tíu ár verið formaður stjórnar félagsins. Málefni bæjarins eru mér afar kær og ég brenn fyrir að bæta og efla bæinn minn í öllu tilliti – hjartað slær fyrir Hafnarfjörð. Ég hef verið í bæjarstjórn frá árinu 2006 og auk þess starfað við bókaútgáfu, við ritstörf og ýmislegt fleira. Síðastliðin fjögur ár hef ég verið oddviti Sjálfstæðisflokksins og verið formaður bæjarráðs og fræðsluráðs. Áhugamálin tengjast íþróttum á einn eða annan hátt, einnig matargerð, bókum, ræktun og svo bara því að njóta lífsins og góðra stunda með fjölskyldu, vinum og dýrunum á heimilinu. Við Sjálfstæðismenn leggjum stolt fram okkar verk á kjörtímabilinu þar sem ber hæst hve góður árangur hefur náðst í rekstrinum og hægt hefur verið að framkvæma og efla þjónustuna fyrir eigið fé sveitarfélagsins. Við viljum fylgja þeirri stefnu, halda áfram að lækka álögur og gjöld í bænum, nýta þau fjölmörgu tækifæri sem blasa við og koma Hafnarfirði í röð allra fremstu sveitarfélaga landsins.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fyrir utan Hamarinn og Lækinn í Hafnarfirði þá koma Þingvellir og Ásbyrgi helst upp í hugann.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Þar sem ég gæti haft nóg af dýrum í kringum mig og góða aðstöðu til að rækta allt mögulegt.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lax, jafnt hrár sem eldaðurHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Það slær fátt við hollu, djúsí hamborgurunum sem ég geri með heimagerðri bernaisesósu. Og svo bara allt mögulegt sko.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? My heart will go on með Celine Dion.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það sem er svona ferskast í minningunni þegar ég hjólaði niður á höfn og það var bæjarhátíð og ég hitti mörg hundruð manns. Ég var í voða fínum sumarkjól sem ég var nýbúin að kaupa mér, tók myndir og setti á Facebook um hvað þetta var búið að vera góður dagur. Svo þegar ég kom heim að þá leit ég í spegil og áttaði mig á því að ég hafði verið í kjólnum á röngunni.Draumaferðalagið? Langar til Balí.Trúir þú á líf eftir dauðann? Stundum.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Tók þátt í svo hrikalegum hrekk með laxerolíu að síðan þá hef ég ekki hrekkt mikið.Hundar eða kettir? Hundar, en elska líka ketti.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Titanic.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Klárlega Marcia Cross.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég er 100% Stark. Ég held að Stark væru traustir Sjálfstæðismenn og Eddard væri líklega bróðir minn. ;)Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Geri ekki upp á milli bræðranna Jónssona.Uppáhalds bókin? „Með lífið að veði“ eftir Yeonmi Park er mér enn mjög ofarlega í huga.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Franskt rauðvín.Uppáhalds þynnkumatur? Eitthvað veeeel sterkt.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Helstu hvorutveggja í sömu ferð.Hefur þú pissað í sundlaug? Held ekki, en örugglega í sjóinn.Hvaða lag kemur þér í gírinn? „Dönsum (eins og hálfvitar)“ með Frikka Dór er alltaf næs.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ekkert sem mér dettur í hug en eiginmaðurinn er hundfúll yfir því að samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar er ekki leyfilegt að fá hana í garðinn með hænunum. Spurning um að breyta því?Á að banna flugelda? Nei, en hjálpumst að við að týna þá upp af götunum eftir áramótin.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Annað hvort Fanndís Friðriksdóttir eða Sara Dögg Gunnarsdóttir, fyrirmyndardömur. Jú, og svo Gylfi Þór Sigurðsson.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira