Lífið

Fosshóll til sölu á 170 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stendur rétt við Goðafoss eins og sjá má á myndinni.
Stendur rétt við Goðafoss eins og sjá má á myndinni.

Gistiheimilið Fosshóll við Goðafoss er komið í söluferli og er ásett verð 170 milljónir. Um er að ræða tæplega þúsund fermetra eign en húsið var byggt árið 1927.

Alls eru 23 herbergi í húsinu en þarna hefur verið rekin veitingarsala og gistihús frá árinu 1927. Frá 1997 hefur staðurinn verið í eigu Fosshóls ehf. og er það félag nú til sölu.

Fasteignamat eignarinnar er 53 milljónir. Húsið er við þjóðveg 1 á krossgötu við Sprengisandsveg. Í dag eru 23 herbergi til útleigu í þremur húsum. Í aðalbyggingunni er svo veitingastaðurinn sem rúmar 50-60 manns. Frá veitingarstað er fallegt útsýni út að Goðafossi. 

Hér að neðan má sjá fallegar myndir af eigninni og svæðinu sjálfu.  

Stórglæsilegt gult hús.
Fosshóll á fallegu sumarkvöldi
Matsalurinn á Fosshóli
Eitt af 23 herbergjum.
Goðafoss er við gistihúsið.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.