Hægt verður að kaupa dagpassa á Slayer Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. maí 2018 14:30 Aðdáendur Slayer geta keypt sér dagpassa á tónleika sveitarinnar á laugardag. Dagskráin fyrir Secret Solstice hátíðina í sumar hefur verið negld niður og er nú alveg klár. Þetta eru rúmlega 120 hljómsveitir og listamenn sem spila á hátíðinni í ár – stærstu nöfnin eru þar Stormzy, Bonnie Tyler, Slayer, George Clinton og Gucci Mane. Hátíðin fer fram dagana 21. til 24. júní, þannig að ólíkt síðustu tveimur árum fer hún fram á sumarsólstöðum eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna. „Við erum ánægð með að vera komin aftur á Solstice-helgina sjálfa, við vorum ekki á henni í fyrra og hittifyrra. Það er líka gott að vera með eins svæði og í fyrra – þetta er í fyrsta skiptið sem við breytum ekki svæði á milli ára, við erum dottin inn á svæði sem við erum ánægð með og það er bara geggjað að geta notað Valbjarnarvöll. Svo ég sé pínu gamaldags þá er þetta svæði dálítið eins og að vera í útlöndum, þannig var fílingurinn á þessu í fyrra,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Secret Solstice.Secret Solstice hátíðin býður upp á 120 tónlistarmenn þetta árið auk alls þess sem hátíðinni fylgir. frettabladid/andri marinóVÍSIR/Andri MarinóJón Bjarni segir þau hafa dottið niður á mjög gott skipulag á svæðinu eins og það var í fyrra og það hjálpar að sjálfsögðu til við undirbúning. „Þetta gerir okkur kleift að undirbúa okkur betur og laga það sem við vorum ósátt við í fyrra. Þannig að ég get alveg fullyrt að þetta verður besta hátíðin hingað til.“ Mörgum til mikillar gleði verða, að hluta til vegna þess að svæðið verður með sama fyrirkomulagi og í fyrra, í boði fleiri dagpassar í ár og í fyrsta sinn verður hægt að kaupa dagpassa á aðalkvöld – laugardagskvöldið – en þá spila rokkhundarnir í Slayer. Vafalaust margir sem slamma af gleði við að heyra þær fréttir.solstice fyrsti dagurVísir/ernir„Við erum mjög spennt að geta boðið upp á í fyrsta sinn dagpassa á aðaldegi – á Slayer. Vegna þess að við kóperum hátíðina í raun og veru frá því í fyrra þá eru í raun færri miðar í boði núna á hátíðina – en þá getum við boðið upp á dagpassa án þess að það endi með að það komi of margir gestir. Við vitum nákvæmlega á hverju við eigum von. Við höfum líka fundað mikið með nágrönnum og viljum passa bæði upplifun gesta og nágranna. Þessir tveir hópar eru okkar mikilvægustu viðskiptavinir. Það að fækka miðum og bjóða í staðinn dagpassa á þennan dag er leið sem við ákváðum að fara í þeirri viðleitni að koma til móts við báða þessa hópa.“ Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Dagskráin fyrir Secret Solstice hátíðina í sumar hefur verið negld niður og er nú alveg klár. Þetta eru rúmlega 120 hljómsveitir og listamenn sem spila á hátíðinni í ár – stærstu nöfnin eru þar Stormzy, Bonnie Tyler, Slayer, George Clinton og Gucci Mane. Hátíðin fer fram dagana 21. til 24. júní, þannig að ólíkt síðustu tveimur árum fer hún fram á sumarsólstöðum eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna. „Við erum ánægð með að vera komin aftur á Solstice-helgina sjálfa, við vorum ekki á henni í fyrra og hittifyrra. Það er líka gott að vera með eins svæði og í fyrra – þetta er í fyrsta skiptið sem við breytum ekki svæði á milli ára, við erum dottin inn á svæði sem við erum ánægð með og það er bara geggjað að geta notað Valbjarnarvöll. Svo ég sé pínu gamaldags þá er þetta svæði dálítið eins og að vera í útlöndum, þannig var fílingurinn á þessu í fyrra,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Secret Solstice.Secret Solstice hátíðin býður upp á 120 tónlistarmenn þetta árið auk alls þess sem hátíðinni fylgir. frettabladid/andri marinóVÍSIR/Andri MarinóJón Bjarni segir þau hafa dottið niður á mjög gott skipulag á svæðinu eins og það var í fyrra og það hjálpar að sjálfsögðu til við undirbúning. „Þetta gerir okkur kleift að undirbúa okkur betur og laga það sem við vorum ósátt við í fyrra. Þannig að ég get alveg fullyrt að þetta verður besta hátíðin hingað til.“ Mörgum til mikillar gleði verða, að hluta til vegna þess að svæðið verður með sama fyrirkomulagi og í fyrra, í boði fleiri dagpassar í ár og í fyrsta sinn verður hægt að kaupa dagpassa á aðalkvöld – laugardagskvöldið – en þá spila rokkhundarnir í Slayer. Vafalaust margir sem slamma af gleði við að heyra þær fréttir.solstice fyrsti dagurVísir/ernir„Við erum mjög spennt að geta boðið upp á í fyrsta sinn dagpassa á aðaldegi – á Slayer. Vegna þess að við kóperum hátíðina í raun og veru frá því í fyrra þá eru í raun færri miðar í boði núna á hátíðina – en þá getum við boðið upp á dagpassa án þess að það endi með að það komi of margir gestir. Við vitum nákvæmlega á hverju við eigum von. Við höfum líka fundað mikið með nágrönnum og viljum passa bæði upplifun gesta og nágranna. Þessir tveir hópar eru okkar mikilvægustu viðskiptavinir. Það að fækka miðum og bjóða í staðinn dagpassa á þennan dag er leið sem við ákváðum að fara í þeirri viðleitni að koma til móts við báða þessa hópa.“
Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira