Lífið

Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell

Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar

Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 

Í Júrógarðinum í dag fær Stefán Árni til sín góðan gest, en það er trommarinn Gunnar Leó Pálsson sem var í bakraddarsveit Ara Ólafssonar í laginu Our Choice. Þetta er í raun fyrsta giggið hjá Gunnari sem bakrödd og byrjaði hann á því að syngja fyrir framan 300 milljónir í sjónvarpi. 

Gunnar Leó hitti stórleikarann Will Ferrel á bláa dreglinum á dögunum og fékk mynd af þeim félögum saman. Sagan á bakvið þann hitting er frábær. 

Umsjónarmaður þáttarins er Stefán Árni Pálsson sem er staddur út í Lissabon. Hann fær til sín góða gesti í heimsókn á hverjum degi.

Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Lissabon. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina.

Fínir saman þeir Ferrell og Gunnar Leó.

Tengdar fréttir

Júrógarðurinn: Sérfræðingar spá í spilin

Ari Ólafsson kemur fram á dómararennslinu í Eurovision í Lissabon í kvöld en hann gekk bláa dregilinn við MAAT listasafnið í borginni í gær og síðan er komið að stóru stundinni annað kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.