Lífið

Júrógarðurinn: Þetta eru uppáhaldslög Gísla Marteins í ógnarsterkum riðli Íslands

Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar
Ari Ólafsson stígur á sviðið í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í kvöld og flytur lagið lagið Our Choice í fyrri undanúrslitariðlinum.

Evrópa mun gefa sín atkvæði í kvöld og ræðst þá hvort Ari Ólafsson og íslenski hópurinn komist áfram í úrslitin sem fram fara á laugardagskvöldið.

Gísli Marteinn Baldursson mun lýsa keppninni á RÚV í kvöld og hefur hann fylgst gríðarlega vel með öllu æfingaferlinu hjá þjóðunum 19 síðustu daga.

Gísli mætti í Júrógarðinn í dag og fór vel yfir uppáhalds lögin sín í þessum undanriðli. Hann segir að riðillinn sé ógnarsterkur og telur hann að Kýpur og Ísrael séu  bæði mjög sigurstranglegar þjóðir í keppninni. Kýpverjar komust fram úr Ísrael að mati veðbönkum um alla Evrópu í eftir dómararennslið í gær en báðar þjóðirnar eru með okkur Íslendingum í riðli.

Umsjónarmaður þáttarins er Stefán Árni Pálsson sem er staddur út í Lissabon. Hann fær til sín góða gesti í heimsókn á hverjum degi.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Lissabon næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina.


Tengdar fréttir

Júrógarðurinn: Sérfræðingar spá í spilin

Ari Ólafsson kemur fram á dómararennslinu í Eurovision í Lissabon í kvöld en hann gekk bláa dregilinn við MAAT listasafnið í borginni í gær og síðan er komið að stóru stundinni annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×