Íslenska kraftlyftingavorið Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. maí 2018 07:30 Kara Gautadóttir lyftir 152,5 kíló á Evrópumótinu í Plzen. Fréttablaðið/EPF Íslenskt kraftlyftingafólk var sigursælt á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem fór fram í Plzen í Tékklandi í síðustu viku en íslenska afreksfólkið kom heim með níu verðlaunapeninga, þar af sex gullverðlaun. Íslenska sveitin var skipuð sjö manns en þrjár stelpur kepptu og fjórir strákar. Hópurinn setti sér háleit markmið í bland við áætlanir um að yngri keppendur fengju reynslu af því að keppa á stóra sviðinu. Mikill vöxtur hefur átt sér stað í kraftlyftingum á Íslandi undanfarin ár en Grétar Skúli Gunnarsson, þjálfari, ferðaðist með liðinu til Tékklands og var sáttur með heildarniðurstöðuna þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Við fórum með háleit markmið, Sóley var fyrirfram með töluverða yfirburði í sínum flokki en fyrir Guðfinn, Karl og Köru var þetta frábær reynsla að máta sig á stóra sviðinu. Á þessum aldri skiptir miklu máli að fá reynslu og sjá hvað þau bestu í heiminum eru að gera og að vinna verðlaun er góð viðbót. Þetta er annað árið sem Sóley vinnur gull en það er langur vegur fram undan fyrir hana,“ sagði Grétar og hélt áfram: „Hún á í raun ekki að toppa fyrr en eftir tíu ár, um 26 ára aldurinn, rétt eins og Viktor og Júlían eiga eftir að ná toppnum. Það tekur langan tíma að verða sterkur í kraftlyftingum án þess að nota stera. Maður getur verið að bæta sig í 15-20 ár.“ Hann segir að það geti verið erfitt að fá ungt fólk í kraftlyftingar. „Það getur verið erfitt að finna ungt fólk sem hefur áhuga á að tileinka sér íþrótt eins og kraftlyftingar, það liggur ofboðslega mikil vinna að baki, það er ekki hægt að verða bara skyndilega góður. Svo er ekki mikill peningur í þessu á Íslandi. Það er erfitt að hafa atvinnu af því að vera í kraftlyftingum án þess að vera að þjálfa,“ sagði Grétar en hann segist þrátt fyrir það finna fyrir auknum áhuga. „Ég held að þetta sé mesti meðbyr sem kraftlyftingar hafa haft á Íslandi síðan Jón Páll Sigmarsson var í þessu, það er hægt að kalla þetta vor íslenskra kraftlyftinga. Það er mikil hefð á Íslandi fyrir kraftlyftingum og mikil saga. Svo er vilji hjá öllum sem æfa þetta að gera vel, standa saman og bæta okkur,“ sagði Grétar og bætti við: „Hefðin og sagan er það sem Ísland hefur, við getum ekki keppt við önnur sambönd erlendis þar sem samböndin fá meira fjármagn og betri aðstöðu en hefðin vinnur með okkur, það er menning fyrir aflraunum á Íslandi og við höfum það fram yfir samkeppnisþjóðirnar.“ Hann segir að það séu háleit markmið á Íslandi. „Við erum með frábæra krakka að æfa sem eiga eftir að ná langt og eftir nokkur ár verða innviðir og aðstaðan í bland við gæðin komin í takt við það sem þekkist erlendis. Aðstöðuleysið er kannski það helsta sem er að hrjá okkur, það vantar betri keppnisaðstöðu og aðstöðuleysið er það sem heldur mest aftur af íslensku kraftlyftingafólki.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira
Íslenskt kraftlyftingafólk var sigursælt á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem fór fram í Plzen í Tékklandi í síðustu viku en íslenska afreksfólkið kom heim með níu verðlaunapeninga, þar af sex gullverðlaun. Íslenska sveitin var skipuð sjö manns en þrjár stelpur kepptu og fjórir strákar. Hópurinn setti sér háleit markmið í bland við áætlanir um að yngri keppendur fengju reynslu af því að keppa á stóra sviðinu. Mikill vöxtur hefur átt sér stað í kraftlyftingum á Íslandi undanfarin ár en Grétar Skúli Gunnarsson, þjálfari, ferðaðist með liðinu til Tékklands og var sáttur með heildarniðurstöðuna þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Við fórum með háleit markmið, Sóley var fyrirfram með töluverða yfirburði í sínum flokki en fyrir Guðfinn, Karl og Köru var þetta frábær reynsla að máta sig á stóra sviðinu. Á þessum aldri skiptir miklu máli að fá reynslu og sjá hvað þau bestu í heiminum eru að gera og að vinna verðlaun er góð viðbót. Þetta er annað árið sem Sóley vinnur gull en það er langur vegur fram undan fyrir hana,“ sagði Grétar og hélt áfram: „Hún á í raun ekki að toppa fyrr en eftir tíu ár, um 26 ára aldurinn, rétt eins og Viktor og Júlían eiga eftir að ná toppnum. Það tekur langan tíma að verða sterkur í kraftlyftingum án þess að nota stera. Maður getur verið að bæta sig í 15-20 ár.“ Hann segir að það geti verið erfitt að fá ungt fólk í kraftlyftingar. „Það getur verið erfitt að finna ungt fólk sem hefur áhuga á að tileinka sér íþrótt eins og kraftlyftingar, það liggur ofboðslega mikil vinna að baki, það er ekki hægt að verða bara skyndilega góður. Svo er ekki mikill peningur í þessu á Íslandi. Það er erfitt að hafa atvinnu af því að vera í kraftlyftingum án þess að vera að þjálfa,“ sagði Grétar en hann segist þrátt fyrir það finna fyrir auknum áhuga. „Ég held að þetta sé mesti meðbyr sem kraftlyftingar hafa haft á Íslandi síðan Jón Páll Sigmarsson var í þessu, það er hægt að kalla þetta vor íslenskra kraftlyftinga. Það er mikil hefð á Íslandi fyrir kraftlyftingum og mikil saga. Svo er vilji hjá öllum sem æfa þetta að gera vel, standa saman og bæta okkur,“ sagði Grétar og bætti við: „Hefðin og sagan er það sem Ísland hefur, við getum ekki keppt við önnur sambönd erlendis þar sem samböndin fá meira fjármagn og betri aðstöðu en hefðin vinnur með okkur, það er menning fyrir aflraunum á Íslandi og við höfum það fram yfir samkeppnisþjóðirnar.“ Hann segir að það séu háleit markmið á Íslandi. „Við erum með frábæra krakka að æfa sem eiga eftir að ná langt og eftir nokkur ár verða innviðir og aðstaðan í bland við gæðin komin í takt við það sem þekkist erlendis. Aðstöðuleysið er kannski það helsta sem er að hrjá okkur, það vantar betri keppnisaðstöðu og aðstöðuleysið er það sem heldur mest aftur af íslensku kraftlyftingafólki.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira