Lífið

90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ari tók sig vel út á sviðinu en bak við hann glittir í höfund lagsins, Þórunni Ernu Clausen. Lagið féll þó ekki í kramið hjá Evrópubúum.
Ari tók sig vel út á sviðinu en bak við hann glittir í höfund lagsins, Þórunni Ernu Clausen. Lagið féll þó ekki í kramið hjá Evrópubúum. vísir/ap
Eurovision-ævintýri Íslands þetta árið kostaði um 90 milljónir sem er sambærilegur kostnaður við árið í fyrra. Framlag Íslands hafnaði í neðsta sæti síns undanriðils, fékk ekkert stig úr símakosningu áhorfenda og komst ekki í úrslit frekar en árið 2015, 2016 og 2017.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir í skriflegu svari við fyrirspurn DV að áætlaður kostnaður vegna þátttökunnar í lokakeppninni í Lissabon í Portúgal sé um 30 milljónir króna. Innifalið í kostnaðinum eru þátttökugreiðslur til EBU, tæknikostnaður á Íslandi, allur ferðakostnaður og laun þátttakenda.

Reiknað sé með því að keppnin í ár standi undir sér miðað við áætlanir sem gerðar voru. Þar munar mestu um kostun og auglýsingatekjur. Hópur Íslands í lokakeppninni telur yfirleitt í kringum 20 manns, þar á meðal listamennirnir í atriðinu sjálfir, leikstjóri, tæknifólk, fararstjóri, þáttagerðarfólk og annað aðstoðarfólk.

Það var Netta Barzilai frá Ísrael sem bar sigur úr bítum í Eurovision í ár og mun keppnin að ári fara fram í Jerúsalem. Ísland komst síðast í úrslit í Eurovision árið 2014 með laginu Enga fordóma með Pollapönki.


Tengdar fréttir

Ganga stolt frá Eurovision

„Þetta var yndisleg ferð sem einkenndist af mikilli og frábærri vinnu með stórkostlegum listamönnum“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×