Lífið

„Ég þóttist hafa eldað fyrir stelpu sem ég bauð í mat“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auddi fór á kostum með þessari sögu.
Auddi fór á kostum með þessari sögu.

„Ég þóttist hafa eldað fyrir stelpu sem ég bauð í mat. Ég þóttist hafa eldað indverskan kjúklingarétt,“ sagði Auðunn Blöndal í þættinum Satt eða logið á dögunum. Þættirnir eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum.

Keppendur áttu síðan að giska hvort Auddi væri að segja satt eða ljúga.

„Ég setti mat frá Hraðlestinni á pönnu og var búinn að gera hann reddí,“ sagði Auddi og bætti viði að umrædd kona hefði gert sér grein fyrir stöðunni og hafi orðið mjög hneyksluð.

Auddi segist hafa gengið það langt að hann hafi falið allar umbúðir, komið hrísgrjónunum fyrir í potti og sett Naan brauðið í ofninn.

Hér að neðan má sjá hvort sagan sé sönn eða login.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.