Lífið

Hannes Þór og Halla selja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hannes og Halla gengu í það heilaga síðasta sumar. Þau eru búsett í Danmörku.
Hannes og Halla gengu í það heilaga síðasta sumar. Þau eru búsett í Danmörku.

Hannes Þór Halldórsson og Halla Jónsdóttir hafa sett íbúð sína í Stóragerði á sölu en um er að ræða 110 fermetra fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð.

Hannes og Halla gengu í það heilaga í Háteigskirkju síðasta sumar en þau hafa verið par frá því árið 2008.

Saman eiga þau tvö börn en Hannes Þór Halldórsson er landsliðsmarkvörður íslenska landsliðsins og leikur knattspyrnu með Randers í Danmörku þar sem fjölskyldan býr. Hannes mun standa í marki íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi í sumar.

Húsið var byggt árið 1963 og er fasteignamat eignarinnar um fjörutíu milljónir. Frábært útsýni er af þriðju hæðinni í Stórugerðinni en íbúðin er mikið endurnýjuð eins og sjá má hér að neðan. Ásett verð er 46,9 milljónir.

Falleg blokk.
Smekklegt eldhús.
Björt og falleg stofa.
Falleg borðstofa.
Hjónaherbergið er rúmgott.
Svakalegt útsýni af þriðju hæð.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.