Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. maí 2018 07:00 Utankjörfundar atkvæðagreiðsla vegna komandi sveitarstjórnarkosninga þann 26. mái næstkomandi hófst í Smáralind á föstudag í síðustu viku. Þar verður hægt að greiða atkvæði allt fram á kjördag. Vísir/ernir Ef fer sem horfir virðast Miðflokkurinn, Píratar og Viðreisn eiga eftir að styrkja stöðu sína sem stjórnmálahreyfingar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta sýna kannanir sem Fréttablaðið hefur gert undanfarið. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 buðu Píratar fram lista í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Niðurstaðan varð að stjórnmálahreyfingin fékk einn mann kjörinn í sveitarstjórn á öllu landinu. Það var Halldór Auðar Svansson, sem var kjörinn í Reykjavík og tekur þátt í fjögurra flokka meirihlutasamstarfi. Fréttablaðið hefur gert skoðanakannanir í sjö sveitarfélögum að undanförnu. Þær hafa sýnt að Píratar kunna að fá allt að tvo fulltrúa kjörna í Reykjavík, en þar er reyndar verið að fjölga fulltrúum úr 15 í 23. Svo gæti flokkurinn fengið einn kjörinn fulltrúa í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Akureyri. Þá sýndi könnun Fréttablaðsins í Árborg að Áfram Árborg, sameiginlegt framboð Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi einn mann.Grétar Þór EyþórssonVísir/ernirMiðflokkurinn og Viðreisn eru hvort tveggja ný stjórnmálaöfl og buðu ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Nýjasta könnun Fréttablaðsins, frá 7. maí, sýnir að líkt og Píratar geti Miðflokkurinn og Viðreisn fengið tvo fulltrúa í Reykjavík, hvor flokkur. Miðflokkurinn fengi að auki fulltrúa kjörna í Hafnarfirði og á Akureyri. Viðreisn gæti náði inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs í sameiginlegu framboði með Bjartri framtíð og manni í bæjarstjórn Árborgar í sameiginlegu framboði með Pírötum. Þá sýnir könnun Fréttablaðsins að L-listinn á Akureyri, sem Viðreisn er hluti af, myndi fá tvo fulltrúa. Á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags stjórnmálafræðinga í gær ræddi Grétar Þór Eyvindsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um niðurstöður skoðanakannana fyrir komandi kosningar. Grétar sagði að þegar horft væri til Reykjavíkur væri staðan sú að meirihlutinn virtist ætla að halda og Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ná fram þeim breytingum sem hann hafði vonast til. „Ef eitthvað gæti ógnað stöðu meirihlutans þá væri það hversu margir af minni flokkunum næðu manni inn,“ segir Grétar. Samfylkingin stærst Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavíkurborg í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið dagana 2. til 14. maí. Fylgi flokksins mælist rúmt 31 prósent sem gæfi honum 9 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 25 prósent sem myndi skila 7 borgarfulltrúum og Píratar eru enn sterkari en í könnun Fréttablaðsins, með 11,5 prósenta fylgi og myndu fá 3 fulltrúa. VG mælist svo með 6,7 prósent, Viðreisn með 6,6 prósent, Miðflokkurinn með 4,2 prósent og Sósíalistar með 3,8 prósent. Þessir fjórir síðast töldu flokkar myndu fá einn mann kjörinn hver. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Ef fer sem horfir virðast Miðflokkurinn, Píratar og Viðreisn eiga eftir að styrkja stöðu sína sem stjórnmálahreyfingar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta sýna kannanir sem Fréttablaðið hefur gert undanfarið. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 buðu Píratar fram lista í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Niðurstaðan varð að stjórnmálahreyfingin fékk einn mann kjörinn í sveitarstjórn á öllu landinu. Það var Halldór Auðar Svansson, sem var kjörinn í Reykjavík og tekur þátt í fjögurra flokka meirihlutasamstarfi. Fréttablaðið hefur gert skoðanakannanir í sjö sveitarfélögum að undanförnu. Þær hafa sýnt að Píratar kunna að fá allt að tvo fulltrúa kjörna í Reykjavík, en þar er reyndar verið að fjölga fulltrúum úr 15 í 23. Svo gæti flokkurinn fengið einn kjörinn fulltrúa í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Akureyri. Þá sýndi könnun Fréttablaðsins í Árborg að Áfram Árborg, sameiginlegt framboð Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi einn mann.Grétar Þór EyþórssonVísir/ernirMiðflokkurinn og Viðreisn eru hvort tveggja ný stjórnmálaöfl og buðu ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Nýjasta könnun Fréttablaðsins, frá 7. maí, sýnir að líkt og Píratar geti Miðflokkurinn og Viðreisn fengið tvo fulltrúa í Reykjavík, hvor flokkur. Miðflokkurinn fengi að auki fulltrúa kjörna í Hafnarfirði og á Akureyri. Viðreisn gæti náði inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs í sameiginlegu framboði með Bjartri framtíð og manni í bæjarstjórn Árborgar í sameiginlegu framboði með Pírötum. Þá sýnir könnun Fréttablaðsins að L-listinn á Akureyri, sem Viðreisn er hluti af, myndi fá tvo fulltrúa. Á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags stjórnmálafræðinga í gær ræddi Grétar Þór Eyvindsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um niðurstöður skoðanakannana fyrir komandi kosningar. Grétar sagði að þegar horft væri til Reykjavíkur væri staðan sú að meirihlutinn virtist ætla að halda og Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ná fram þeim breytingum sem hann hafði vonast til. „Ef eitthvað gæti ógnað stöðu meirihlutans þá væri það hversu margir af minni flokkunum næðu manni inn,“ segir Grétar. Samfylkingin stærst Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavíkurborg í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið dagana 2. til 14. maí. Fylgi flokksins mælist rúmt 31 prósent sem gæfi honum 9 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 25 prósent sem myndi skila 7 borgarfulltrúum og Píratar eru enn sterkari en í könnun Fréttablaðsins, með 11,5 prósenta fylgi og myndu fá 3 fulltrúa. VG mælist svo með 6,7 prósent, Viðreisn með 6,6 prósent, Miðflokkurinn með 4,2 prósent og Sósíalistar með 3,8 prósent. Þessir fjórir síðast töldu flokkar myndu fá einn mann kjörinn hver.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30
Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00