Lífið

Níutíu milljóna króna sumarhús í Skorradal til sölu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta er alvöru sumarbústaður.
Þetta er alvöru sumarbústaður.
Fasteignasalan Torg er með glæsilega sveitavillu í Skorradal á söluskrá en kaupverðið er tæplega níutíu milljónir króna.

Húsið var byggt árið 2008 og er 177 fermetrar með fjórum svefnherbergjum. Húsið var stækkað árið 2017 og er 98 fermetra afgirt verönd fyrir ofan hús með heitum potti.

Fasteignamat eignarinnar er um 40 milljónir en mikið útsýni er úr húsinu yfir vatnið og til fjalla.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Virkilega fallegt hús.
Virkilega smekkleg hönnun í húsinu.
Bjart og fallegt eldhús.
Fallegt baðherbergi með ótrúlega smekklegu baðkari.
Skemmtileg borðstofa í Skorradal.
Heitur pottur á 95 fermetra sólpalli.
Tilkomumikið útsýni.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.