Tengdadóttirin þakkar óumskorna kærastann Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2018 08:00 Valgeir Sigurðsson með Kristjáni syni sínum sem fæddist í Flórída fyrir 35 árum. „Þetta er bara svo ósvífið,“ segir Valgeir Sigurðsson athafnamaður sem fann fyrir miklum þrýstingi læknaliðs í Flórída á að sonur hans sem þar fæddist yrði umskorinn. „Fyrir 35 árum fæddist mér sonur í Flórída. Á spítalanum var ég spurður hvort það ætti ekki að umskera hann og ég sagði nei. Læknirinn gekk hart fram og það var í þrígang sem ég varð að segja nei, það á ekki að umskera hann,“ lýsir Valgeir sem kveðst vilja leggja sína frásögn inn í umræðuna um bann við umskurði drengja. Á þeim tíma sem drengurinn kom í heiminn bjó Valgeir í Lúxemborg. Hann var þá þekktur fyrir bar sinn Cockpit Inn og framleiðslu á íslensku brennivíni undir vörumerkinu Black Death. „Þarna í Ameríku þarf maður náttúrlega að borga reikninginn. Þegar hann kom var búið að strika út á honum 150 dollara sem kostaði að umskera. Ég losnaði sem sagt þarna við að borga 150 dollara með því að neita að strákurinn yrði umskorinn,“ segir Valgeir og sér síður en svo eftir ákvörðuninni. „Síðan þá hefur sonur minn verið mér mjög þakklátur fyrir að hafa ekki látið umskera hann. Og ég var dálítið hissa á því að meira að segja kærasta hans þakkaði mér fyrir það líka – bara upp úr þurru,“ segir Valgeir sem býr nú á Siglufirði en sonur hans og tengdadóttir hins vegar í Pensacola í Flórída. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og átta annarra þingmanna um bann við umskurði á Íslandi nema af læknisfræðilegri nauðsyn hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana og hér innanlands. Frumvarpið verður vísast ekki afgreitt fyrir sumarhlé á Alþingi heldur vísað frá allsherjarnefnd þingsins til ríkisstjórnarinnar. Valgeir segir að halda þurfi málinu á lofti. „Þessi kjarklausa ríkisstjórn kemur varla til með að gera nokkurn skapaðan hlut. Mér finnst þetta bara hræðilegt. Ég tala nú ekki um þegar maður heyrði í biskupnum – þá fannst manni nú alveg öll sund lokuð,“ segir Valgeir. Þarna vísar Valgeir til þess að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar, hefur sent Alþingi neikvæða umsögn um hugsanlegt umskurðarbann. Það gerir Agnes á þeim forsendum að bann myndi skapa hættu á því að gera íslam og gyðingdóm að glæpsamlegum trúarbrögðum hérlendis. Meðal þeirra sem lýsa ánægju með umskurðarbannið eru rúmlega 400 íslenskir læknar sem segja umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
„Þetta er bara svo ósvífið,“ segir Valgeir Sigurðsson athafnamaður sem fann fyrir miklum þrýstingi læknaliðs í Flórída á að sonur hans sem þar fæddist yrði umskorinn. „Fyrir 35 árum fæddist mér sonur í Flórída. Á spítalanum var ég spurður hvort það ætti ekki að umskera hann og ég sagði nei. Læknirinn gekk hart fram og það var í þrígang sem ég varð að segja nei, það á ekki að umskera hann,“ lýsir Valgeir sem kveðst vilja leggja sína frásögn inn í umræðuna um bann við umskurði drengja. Á þeim tíma sem drengurinn kom í heiminn bjó Valgeir í Lúxemborg. Hann var þá þekktur fyrir bar sinn Cockpit Inn og framleiðslu á íslensku brennivíni undir vörumerkinu Black Death. „Þarna í Ameríku þarf maður náttúrlega að borga reikninginn. Þegar hann kom var búið að strika út á honum 150 dollara sem kostaði að umskera. Ég losnaði sem sagt þarna við að borga 150 dollara með því að neita að strákurinn yrði umskorinn,“ segir Valgeir og sér síður en svo eftir ákvörðuninni. „Síðan þá hefur sonur minn verið mér mjög þakklátur fyrir að hafa ekki látið umskera hann. Og ég var dálítið hissa á því að meira að segja kærasta hans þakkaði mér fyrir það líka – bara upp úr þurru,“ segir Valgeir sem býr nú á Siglufirði en sonur hans og tengdadóttir hins vegar í Pensacola í Flórída. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og átta annarra þingmanna um bann við umskurði á Íslandi nema af læknisfræðilegri nauðsyn hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana og hér innanlands. Frumvarpið verður vísast ekki afgreitt fyrir sumarhlé á Alþingi heldur vísað frá allsherjarnefnd þingsins til ríkisstjórnarinnar. Valgeir segir að halda þurfi málinu á lofti. „Þessi kjarklausa ríkisstjórn kemur varla til með að gera nokkurn skapaðan hlut. Mér finnst þetta bara hræðilegt. Ég tala nú ekki um þegar maður heyrði í biskupnum – þá fannst manni nú alveg öll sund lokuð,“ segir Valgeir. Þarna vísar Valgeir til þess að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar, hefur sent Alþingi neikvæða umsögn um hugsanlegt umskurðarbann. Það gerir Agnes á þeim forsendum að bann myndi skapa hættu á því að gera íslam og gyðingdóm að glæpsamlegum trúarbrögðum hérlendis. Meðal þeirra sem lýsa ánægju með umskurðarbannið eru rúmlega 400 íslenskir læknar sem segja umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna.
Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04
Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00