Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 07:59 Jafnlaunavottun var ætlað að koma á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og vinna gegn kynbundnum launamun. Vísir/Getty Jafnlaunavottun sem var lögfest á Íslandi árið 2016 var til umfjöllunar í áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna um helgina. Kanadískur sálfræðingur sem hefur notið hylli hægrimanna spáir því að vottunin falli um sjálfa sig innan fimmtán ára með miklum fjárhagslegum kostnaði. Rætt er við Þorstein Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, um jafnlaunavottunina í fréttaskýringu þáttarins um kynbundinn launamun á milli karla og kvenna. Hann segir að alla Íslendinga hagnast á því að halda konum á vinnumarkaði. Meginröksemdin sem Þorsteinn segist hafa heyrt gegn jafnalaunavottun hafi verið að hún væri of kostnaðarsöm. Raunverulegi kostnaðurinn felist hins vegar ekki í því að framfylgja vottuninni heldur að hækka laun kvenna. „Mín rök voru þau að ef það er kostnaðurinn þá ættu konur ekki að standa straum af honum, fyrirtæki ættu að gera það,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson var félagsmála- og jafnréttisráðherra þegar jafnlaunavottun var lögfest fyrir tveimur árum.Vísir/Vilhelm„Slæm hugmynd“ að stefna að jöfnum launum Í þættinum er einnig rætt við Jordan Peterson, kanadískan sálfræðing, sem hefur öðlast vinsældir á hægri væng stjórnmálanna vegna málflutnings hans um að náttúrulegar líffræðilegar ástæður komi í veg fyrir að fullt jafnrétti geti verið á milli karla og kvenna á vinnumarkaði. Hann fullyrðir í þættinum að það sé slæm hugmynd af stefna að jöfnu launum karla og kvenna. Peterson gefur lítið fyrir tilraun Íslands með jafnlaunavottun. Ekki sé hægt að fullyrða að munur sé á launum karla og kvenna vegna kynferðis þeirra. Þá spáir hann að jafnlaunavottunin muni bíða skipbrot á næstu áratugum. „Ég myndi segja að það taki líklega fimmtán ár og það mun leiða til gífurlegs efnahagslegs kostnaðar vegna þess að það er ekki hægt að leysa fjölþætt vandamál á þennan hátt. Það er tæknilega ómögulegt,“ fullyrðir Peterson sem getur þess þó ekki á hverju hann byggi þá spá sína. Peterson þessi er væntanlegur til Íslands. Hann mun halda tvo fyrirlestra í Hörpu í byrjun júní.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra Peterson gera lítið úr tilraunum íslensks orkufyrirtækis til þess að jafna hlut kynjanna á vinnustaðnum. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Jafnlaunavottun sem var lögfest á Íslandi árið 2016 var til umfjöllunar í áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna um helgina. Kanadískur sálfræðingur sem hefur notið hylli hægrimanna spáir því að vottunin falli um sjálfa sig innan fimmtán ára með miklum fjárhagslegum kostnaði. Rætt er við Þorstein Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, um jafnlaunavottunina í fréttaskýringu þáttarins um kynbundinn launamun á milli karla og kvenna. Hann segir að alla Íslendinga hagnast á því að halda konum á vinnumarkaði. Meginröksemdin sem Þorsteinn segist hafa heyrt gegn jafnalaunavottun hafi verið að hún væri of kostnaðarsöm. Raunverulegi kostnaðurinn felist hins vegar ekki í því að framfylgja vottuninni heldur að hækka laun kvenna. „Mín rök voru þau að ef það er kostnaðurinn þá ættu konur ekki að standa straum af honum, fyrirtæki ættu að gera það,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson var félagsmála- og jafnréttisráðherra þegar jafnlaunavottun var lögfest fyrir tveimur árum.Vísir/Vilhelm„Slæm hugmynd“ að stefna að jöfnum launum Í þættinum er einnig rætt við Jordan Peterson, kanadískan sálfræðing, sem hefur öðlast vinsældir á hægri væng stjórnmálanna vegna málflutnings hans um að náttúrulegar líffræðilegar ástæður komi í veg fyrir að fullt jafnrétti geti verið á milli karla og kvenna á vinnumarkaði. Hann fullyrðir í þættinum að það sé slæm hugmynd af stefna að jöfnu launum karla og kvenna. Peterson gefur lítið fyrir tilraun Íslands með jafnlaunavottun. Ekki sé hægt að fullyrða að munur sé á launum karla og kvenna vegna kynferðis þeirra. Þá spáir hann að jafnlaunavottunin muni bíða skipbrot á næstu áratugum. „Ég myndi segja að það taki líklega fimmtán ár og það mun leiða til gífurlegs efnahagslegs kostnaðar vegna þess að það er ekki hægt að leysa fjölþætt vandamál á þennan hátt. Það er tæknilega ómögulegt,“ fullyrðir Peterson sem getur þess þó ekki á hverju hann byggi þá spá sína. Peterson þessi er væntanlegur til Íslands. Hann mun halda tvo fyrirlestra í Hörpu í byrjun júní.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra Peterson gera lítið úr tilraunum íslensks orkufyrirtækis til þess að jafna hlut kynjanna á vinnustaðnum.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira