Lífið

218 milljónir fyrir einbýlishús í Hlíðunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórglæsilegt einbýlis í Hlíðunum.
Stórglæsilegt einbýlis í Hlíðunum. myndvinnsla/hjalti

Fasteignasalan Torg er með 350 fermetra einbýlishús í Stigahlíðinni í Reykjavík á söluskrá en ásett verð er heilar 218 milljónir.

Um er að ræða hús sem var byggt árið 1989 og eru alls fimm svefnherbergi í húsinu. Fasteignamatið er 118 milljónir en húsið var endurnýjað og uppgert á árunum 2008-2009.

Um innanhúshönnun sá Hanna Stína hjá AVH arkitektar og Björn Jóhannesson sá um garðhönnun.

Tvöfaldur bílskúr er við húsið og eru þrjú fullbúin baðherbergi og eitt gesta salerni í eigninni.

Hér að neðan má sjá myndir úr húsinu:

Fallegt hús í 105 Reykjavík.
Skemmtileg stofa.
Falleg hönnun um allt hús.
3 fullbúin baðherbergi eru í eigninni.
Stórglæsilegt eldhús.
Pottur og allur pakkinn í pallinum.
Fallegur og stór pallur við húsið.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.