Linda P opnar sig um heilablóðfallið: „Heyrði allt en gat ekki tjáð mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2018 10:30 Linda P var viðmælandi hjá Völu Matt í Íslandi í dag á föstudagskvöldið. „Það er alltaf nóg að gera hjá mér og ég sit sjaldan auðum höndum. Við búum semsagt í Palm Springs í Kaliforníu og svo erum við líka með heimilið okkar úti á Álftanesi,“ segir athafnakonan Linda Pétursdóttir í samtali við Völu Matt í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið. Þar opnaði Linda sig um að hún hafi fengið snert af heilablóðfalli á dögunum. „Við erum að fara svolítið mikið fram og til baka. Ég er síðan alveg að fara inn á síðasta árið mitt í fjarnáminu við Bifröst þar sem ég er að læra heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Síðan veikist ég í haust og fékk vægt heilablóðfall. Það vildi þannig til að þetta var bara á miðjum sunnudegi og ég hafði meira segja farið í messu um morguninn og var hún mjög andleg í róleg. Síðan eftir hádegi fer ég að verða rosalega þreytt og hugsa hvort ég þurfi bara að fara fá mér tvöfaldan expressó.“ Linda segist hafa fundið þarna að hún varð veikari með hverri mínútunni. Þegar þarna var komið við sögu þurfti kærasti Lindu að styðja við hana þegar hún gekk. „Ég var búin að missa allan mátt og síðan fer ég að detta smá út. Ég heyri í raun allt sem verið var að segja í kringum mig en er í raun meðvitundarlaus á köflum. Það er ákveðið að skutlast með mig upp á sjúkrahús. Þegar þangað er komið kemur neyðarteymi út og ég ég er keyrð inn í hjólastól. Þar fór ég í allskyns heilaskanna og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna er ég alveg lömuð, nema ég gat aðeins hreyft annan fótlegginn. Það var það óhugnanlegasta við þetta. Ég skildi og skynjaði allt sem var í gangi en ég gat ekki tjáð mig.“Dóttir Lindu aðstoðaði hana mikið á sjúkrahúsinu.Linda P heldur úti gríðarlega vinsælli Facebook-síðu og eru alls 254 þúsund manns að fylgja henni á þeim vettvangi. Einnig heldur hún úti skemmtilegri vefsíðu. „Þetta var mjög óhugnanleg lífsreynsla og það er mjög erfitt að vera föst inni í líkamanum. Ég heyrði allt en gat ekki tjáð mig. Sem betur fer tók það innan við sólahring að fá smá saman máttinn aftur. Ég var mjög glöð þegar ég var farin að ganga í tíu mínútur í senn. Ég þakka bara fyrir hvað ég hef búin að lifa heilbrigðum lífstíl lengi og mánuði seinna var ég komin í ræktina aftur.“ Hún segist hafa farið hægt af stað og náð að byggja sig vel upp. „Það er ekki nóg að hugsa bara um líkamlega heilsu og maður verður einnig að huga vel að andlegri heilsu. Þarna var ég undir miklu álagi og þetta verð útkoman. Ég er bara töffara og gefst aldrei upp. Kannski stundum einum of og það er allt í lagi að slaka á. Það er allt í lagi að gera ekki neitt stundum. Þetta vakti mig verulega til umhugsunar. Heilsan verður að vera númer 1, 2 og 3.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
„Það er alltaf nóg að gera hjá mér og ég sit sjaldan auðum höndum. Við búum semsagt í Palm Springs í Kaliforníu og svo erum við líka með heimilið okkar úti á Álftanesi,“ segir athafnakonan Linda Pétursdóttir í samtali við Völu Matt í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið. Þar opnaði Linda sig um að hún hafi fengið snert af heilablóðfalli á dögunum. „Við erum að fara svolítið mikið fram og til baka. Ég er síðan alveg að fara inn á síðasta árið mitt í fjarnáminu við Bifröst þar sem ég er að læra heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Síðan veikist ég í haust og fékk vægt heilablóðfall. Það vildi þannig til að þetta var bara á miðjum sunnudegi og ég hafði meira segja farið í messu um morguninn og var hún mjög andleg í róleg. Síðan eftir hádegi fer ég að verða rosalega þreytt og hugsa hvort ég þurfi bara að fara fá mér tvöfaldan expressó.“ Linda segist hafa fundið þarna að hún varð veikari með hverri mínútunni. Þegar þarna var komið við sögu þurfti kærasti Lindu að styðja við hana þegar hún gekk. „Ég var búin að missa allan mátt og síðan fer ég að detta smá út. Ég heyri í raun allt sem verið var að segja í kringum mig en er í raun meðvitundarlaus á köflum. Það er ákveðið að skutlast með mig upp á sjúkrahús. Þegar þangað er komið kemur neyðarteymi út og ég ég er keyrð inn í hjólastól. Þar fór ég í allskyns heilaskanna og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna er ég alveg lömuð, nema ég gat aðeins hreyft annan fótlegginn. Það var það óhugnanlegasta við þetta. Ég skildi og skynjaði allt sem var í gangi en ég gat ekki tjáð mig.“Dóttir Lindu aðstoðaði hana mikið á sjúkrahúsinu.Linda P heldur úti gríðarlega vinsælli Facebook-síðu og eru alls 254 þúsund manns að fylgja henni á þeim vettvangi. Einnig heldur hún úti skemmtilegri vefsíðu. „Þetta var mjög óhugnanleg lífsreynsla og það er mjög erfitt að vera föst inni í líkamanum. Ég heyrði allt en gat ekki tjáð mig. Sem betur fer tók það innan við sólahring að fá smá saman máttinn aftur. Ég var mjög glöð þegar ég var farin að ganga í tíu mínútur í senn. Ég þakka bara fyrir hvað ég hef búin að lifa heilbrigðum lífstíl lengi og mánuði seinna var ég komin í ræktina aftur.“ Hún segist hafa farið hægt af stað og náð að byggja sig vel upp. „Það er ekki nóg að hugsa bara um líkamlega heilsu og maður verður einnig að huga vel að andlegri heilsu. Þarna var ég undir miklu álagi og þetta verð útkoman. Ég er bara töffara og gefst aldrei upp. Kannski stundum einum of og það er allt í lagi að slaka á. Það er allt í lagi að gera ekki neitt stundum. Þetta vakti mig verulega til umhugsunar. Heilsan verður að vera númer 1, 2 og 3.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira