Linda P opnar sig um heilablóðfallið: „Heyrði allt en gat ekki tjáð mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2018 10:30 Linda P var viðmælandi hjá Völu Matt í Íslandi í dag á föstudagskvöldið. „Það er alltaf nóg að gera hjá mér og ég sit sjaldan auðum höndum. Við búum semsagt í Palm Springs í Kaliforníu og svo erum við líka með heimilið okkar úti á Álftanesi,“ segir athafnakonan Linda Pétursdóttir í samtali við Völu Matt í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið. Þar opnaði Linda sig um að hún hafi fengið snert af heilablóðfalli á dögunum. „Við erum að fara svolítið mikið fram og til baka. Ég er síðan alveg að fara inn á síðasta árið mitt í fjarnáminu við Bifröst þar sem ég er að læra heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Síðan veikist ég í haust og fékk vægt heilablóðfall. Það vildi þannig til að þetta var bara á miðjum sunnudegi og ég hafði meira segja farið í messu um morguninn og var hún mjög andleg í róleg. Síðan eftir hádegi fer ég að verða rosalega þreytt og hugsa hvort ég þurfi bara að fara fá mér tvöfaldan expressó.“ Linda segist hafa fundið þarna að hún varð veikari með hverri mínútunni. Þegar þarna var komið við sögu þurfti kærasti Lindu að styðja við hana þegar hún gekk. „Ég var búin að missa allan mátt og síðan fer ég að detta smá út. Ég heyri í raun allt sem verið var að segja í kringum mig en er í raun meðvitundarlaus á köflum. Það er ákveðið að skutlast með mig upp á sjúkrahús. Þegar þangað er komið kemur neyðarteymi út og ég ég er keyrð inn í hjólastól. Þar fór ég í allskyns heilaskanna og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna er ég alveg lömuð, nema ég gat aðeins hreyft annan fótlegginn. Það var það óhugnanlegasta við þetta. Ég skildi og skynjaði allt sem var í gangi en ég gat ekki tjáð mig.“Dóttir Lindu aðstoðaði hana mikið á sjúkrahúsinu.Linda P heldur úti gríðarlega vinsælli Facebook-síðu og eru alls 254 þúsund manns að fylgja henni á þeim vettvangi. Einnig heldur hún úti skemmtilegri vefsíðu. „Þetta var mjög óhugnanleg lífsreynsla og það er mjög erfitt að vera föst inni í líkamanum. Ég heyrði allt en gat ekki tjáð mig. Sem betur fer tók það innan við sólahring að fá smá saman máttinn aftur. Ég var mjög glöð þegar ég var farin að ganga í tíu mínútur í senn. Ég þakka bara fyrir hvað ég hef búin að lifa heilbrigðum lífstíl lengi og mánuði seinna var ég komin í ræktina aftur.“ Hún segist hafa farið hægt af stað og náð að byggja sig vel upp. „Það er ekki nóg að hugsa bara um líkamlega heilsu og maður verður einnig að huga vel að andlegri heilsu. Þarna var ég undir miklu álagi og þetta verð útkoman. Ég er bara töffara og gefst aldrei upp. Kannski stundum einum of og það er allt í lagi að slaka á. Það er allt í lagi að gera ekki neitt stundum. Þetta vakti mig verulega til umhugsunar. Heilsan verður að vera númer 1, 2 og 3.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
„Það er alltaf nóg að gera hjá mér og ég sit sjaldan auðum höndum. Við búum semsagt í Palm Springs í Kaliforníu og svo erum við líka með heimilið okkar úti á Álftanesi,“ segir athafnakonan Linda Pétursdóttir í samtali við Völu Matt í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið. Þar opnaði Linda sig um að hún hafi fengið snert af heilablóðfalli á dögunum. „Við erum að fara svolítið mikið fram og til baka. Ég er síðan alveg að fara inn á síðasta árið mitt í fjarnáminu við Bifröst þar sem ég er að læra heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Síðan veikist ég í haust og fékk vægt heilablóðfall. Það vildi þannig til að þetta var bara á miðjum sunnudegi og ég hafði meira segja farið í messu um morguninn og var hún mjög andleg í róleg. Síðan eftir hádegi fer ég að verða rosalega þreytt og hugsa hvort ég þurfi bara að fara fá mér tvöfaldan expressó.“ Linda segist hafa fundið þarna að hún varð veikari með hverri mínútunni. Þegar þarna var komið við sögu þurfti kærasti Lindu að styðja við hana þegar hún gekk. „Ég var búin að missa allan mátt og síðan fer ég að detta smá út. Ég heyri í raun allt sem verið var að segja í kringum mig en er í raun meðvitundarlaus á köflum. Það er ákveðið að skutlast með mig upp á sjúkrahús. Þegar þangað er komið kemur neyðarteymi út og ég ég er keyrð inn í hjólastól. Þar fór ég í allskyns heilaskanna og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna er ég alveg lömuð, nema ég gat aðeins hreyft annan fótlegginn. Það var það óhugnanlegasta við þetta. Ég skildi og skynjaði allt sem var í gangi en ég gat ekki tjáð mig.“Dóttir Lindu aðstoðaði hana mikið á sjúkrahúsinu.Linda P heldur úti gríðarlega vinsælli Facebook-síðu og eru alls 254 þúsund manns að fylgja henni á þeim vettvangi. Einnig heldur hún úti skemmtilegri vefsíðu. „Þetta var mjög óhugnanleg lífsreynsla og það er mjög erfitt að vera föst inni í líkamanum. Ég heyrði allt en gat ekki tjáð mig. Sem betur fer tók það innan við sólahring að fá smá saman máttinn aftur. Ég var mjög glöð þegar ég var farin að ganga í tíu mínútur í senn. Ég þakka bara fyrir hvað ég hef búin að lifa heilbrigðum lífstíl lengi og mánuði seinna var ég komin í ræktina aftur.“ Hún segist hafa farið hægt af stað og náð að byggja sig vel upp. „Það er ekki nóg að hugsa bara um líkamlega heilsu og maður verður einnig að huga vel að andlegri heilsu. Þarna var ég undir miklu álagi og þetta verð útkoman. Ég er bara töffara og gefst aldrei upp. Kannski stundum einum of og það er allt í lagi að slaka á. Það er allt í lagi að gera ekki neitt stundum. Þetta vakti mig verulega til umhugsunar. Heilsan verður að vera númer 1, 2 og 3.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira