Ísland hlýtur viðurkenningu fyrir brautryðjandastarf í þágu jafnréttis kynjanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2018 22:15 Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington, tekur við viðurkenningunni fyrir Íslands hönd Mynd/Utanríkisráðuneytið Tilkynnt var í Washington í gærkvöldi að Ísland hlyti sérstaka viðurkenningu fyrir brautryðjandastarf í þágu jafnréttis kynjanna, undir yfirskriftinni Framtíð karlmennskunnar eða Future of Manhood. Það eru kanadísku samtökin Promundo sem veita viðurkenninguna en Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum veitti viðurkenningunni mótttöku fyrir Íslands hönd. Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu var í athöfninni einnig tilkynnt um viðurkenningar til átta einstaklinga, baráttufólks fyrir jafnrétti kynjanna. Þeirra á meðal eru forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, kvikmyndagerðarkonan Jennifer Siebel Newsom, og framkvæmdastýra UN Women Phumzile Mlambo-Ngcuka.Margvíslegur hvati í íslenskri lagasetningu Stjórnarformaður Promundo, Gary Barker, sagði við verðlaunaafhendinguna að fyrir tilstuðlan #MeToo byltingarinnar og annarra aðgerða kvenna hefði hulu verið svipt af ofbeldi og áreiti karla í garð kvenna og þolinmæði væri þrotin á heimsvísu. Jafnrétti kynjanna væri á dagskrá stjórnvalda um víða veröld. Þrátt fyrir það er enn langt í land ef marka má spár Alþjóðahagþróunarstofnunarinnar um að búast megi við að hundrað ár taki að ná raunverulegu jafnrétti kynjanna. Sagði hann viðurkenningarnar veittar fyrir frumkvæði og framlag í þessa veru. „Í rökstuðningi fyrir viðurkenningu til Íslands kom fram að margvíslegur hvati sé í íslenskri lagasetningu, sem feli í sér skyldur og jafnframt tækifæri fyrir karla til þess að verða ábyrgir þátttakendur í lífi barna sinna. Hér er vísað til þess að allt að 90% feðra taka fæðingarorlof á Íslandi. Ennfremur kom fram að til fyrirmyndar sé hvernig Ísland hafi eflt umræðu meðal karla um jafnréttismál en hinar svokölluðu Rakarastofur hafa opnað augu karla og náð til karla á alþjóðavettvangi, veki þá til vitundar um mikilvægi jafnréttis og dulda fordóma í garð kvenna,“ segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Tilkynnt var í Washington í gærkvöldi að Ísland hlyti sérstaka viðurkenningu fyrir brautryðjandastarf í þágu jafnréttis kynjanna, undir yfirskriftinni Framtíð karlmennskunnar eða Future of Manhood. Það eru kanadísku samtökin Promundo sem veita viðurkenninguna en Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum veitti viðurkenningunni mótttöku fyrir Íslands hönd. Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu var í athöfninni einnig tilkynnt um viðurkenningar til átta einstaklinga, baráttufólks fyrir jafnrétti kynjanna. Þeirra á meðal eru forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, kvikmyndagerðarkonan Jennifer Siebel Newsom, og framkvæmdastýra UN Women Phumzile Mlambo-Ngcuka.Margvíslegur hvati í íslenskri lagasetningu Stjórnarformaður Promundo, Gary Barker, sagði við verðlaunaafhendinguna að fyrir tilstuðlan #MeToo byltingarinnar og annarra aðgerða kvenna hefði hulu verið svipt af ofbeldi og áreiti karla í garð kvenna og þolinmæði væri þrotin á heimsvísu. Jafnrétti kynjanna væri á dagskrá stjórnvalda um víða veröld. Þrátt fyrir það er enn langt í land ef marka má spár Alþjóðahagþróunarstofnunarinnar um að búast megi við að hundrað ár taki að ná raunverulegu jafnrétti kynjanna. Sagði hann viðurkenningarnar veittar fyrir frumkvæði og framlag í þessa veru. „Í rökstuðningi fyrir viðurkenningu til Íslands kom fram að margvíslegur hvati sé í íslenskri lagasetningu, sem feli í sér skyldur og jafnframt tækifæri fyrir karla til þess að verða ábyrgir þátttakendur í lífi barna sinna. Hér er vísað til þess að allt að 90% feðra taka fæðingarorlof á Íslandi. Ennfremur kom fram að til fyrirmyndar sé hvernig Ísland hafi eflt umræðu meðal karla um jafnréttismál en hinar svokölluðu Rakarastofur hafa opnað augu karla og náð til karla á alþjóðavettvangi, veki þá til vitundar um mikilvægi jafnréttis og dulda fordóma í garð kvenna,“ segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins.
Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent