Auglýsa í stórum stíl á sölutorgi fyrir fíkniefni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Þessi skjáskot voru tekin af smáforriti fyrir iPhone þar sem fíkniefnaauglýsingar hrúgast inn. Gífurlega erfitt er fyrir lögreglu að hafa hemil á síðum og forritum þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu líkir ástandinu við frumskóg. Þekkt er að seljendur vímuefna hafi nýtt sér samskiptamiðla til að koma varningi sínum á framfæri. Bæði er um að ræða miðla á borð við Facebook og Snapchat. Fréttablaðinu barst á dögunum ábending um snjallforrit sem brúkað er til verksins. Á forritinu eru stofnaðir þar til gerðir hópar og er framboðið mikið. Í hópunum eru á bilinu 400 til 1.400 einstaklingar og birtast allt að sextíu auglýsingar í þeim á klukkustund. Úrvalið er mikið, frá grasi og kókaíni yfir í læknadóp á borð við Xanex og Fentanýl. Margir bjóða upp á heimsendingu. Þá virðist nokkur samkeppni meðal einstaklinga um að bjóða sem lægst verð, mikill verðmunur er milli efna eftir söluaðilum auk þess sem margir bjóða upp á magnafslátt.Á sölutorginu má nálgast allt frá kannabis til sterkra ópíóða.„Ástandið á Íslandi er í raun þannig að það liggur við að það sé auðveldara að panta sér fíkniefni heldur en að panta sér pitsu. Þetta eru hópar sem eru opnir hverjum sem er óháð aldri. Þetta er nánast eins og að opna Fréttablaðið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Margeir segir að í hvert sinn sem lögreglunni berist ábending um slíka hópa, eða annan sambærilegan vettvang sem nýttur er til sölu, þá grípi lögreglan til einhverra aðgerða. Staðan sé hins vegar erfið enda auðvelt fyrir stofnendur hópanna eða spjallrásanna að láta þá hverfa, stofna nýja í staðinn og halda áfram á nýjum vettvangi. „Tæknin er alltaf á fleygiferð og þetta er eiginlega eins og frumskógur. Það hefur alltaf verið þannig að ef það er einhver leið til að koma þessum efnum á framfæri þá hefur hún verið nýtt. Við vitum að það eru ýmsar leiðir notaðar en hvernig við eigum að eiga við þetta er annað mál,“ segir Margeir. Mál séu mismunandi að umfangi. Stundum er auðvelt að ljúka málum en önnur mál eru umfangsmikil og krefjast gífurlegrar vinnu. Það hefur ekki verið launungarmál að lögreglan hefur þurft að forgangsraða málum hjá sér. Aðspurður um hve marga menn til viðbótar þyrfti í þessi störf ef vel ætti að vera segir Margeir að það sé erfitt að segja. „Það þyrfti tíu menn til viðbótar að lágmarki sennilega,“ segir Margeir. Hafi fólk ábendingar um fíkniefni er hægt að koma þeim nafnlaust til skila í fíkniefnasímann 800-5005 eða info@rls.is. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
Gífurlega erfitt er fyrir lögreglu að hafa hemil á síðum og forritum þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu líkir ástandinu við frumskóg. Þekkt er að seljendur vímuefna hafi nýtt sér samskiptamiðla til að koma varningi sínum á framfæri. Bæði er um að ræða miðla á borð við Facebook og Snapchat. Fréttablaðinu barst á dögunum ábending um snjallforrit sem brúkað er til verksins. Á forritinu eru stofnaðir þar til gerðir hópar og er framboðið mikið. Í hópunum eru á bilinu 400 til 1.400 einstaklingar og birtast allt að sextíu auglýsingar í þeim á klukkustund. Úrvalið er mikið, frá grasi og kókaíni yfir í læknadóp á borð við Xanex og Fentanýl. Margir bjóða upp á heimsendingu. Þá virðist nokkur samkeppni meðal einstaklinga um að bjóða sem lægst verð, mikill verðmunur er milli efna eftir söluaðilum auk þess sem margir bjóða upp á magnafslátt.Á sölutorginu má nálgast allt frá kannabis til sterkra ópíóða.„Ástandið á Íslandi er í raun þannig að það liggur við að það sé auðveldara að panta sér fíkniefni heldur en að panta sér pitsu. Þetta eru hópar sem eru opnir hverjum sem er óháð aldri. Þetta er nánast eins og að opna Fréttablaðið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Margeir segir að í hvert sinn sem lögreglunni berist ábending um slíka hópa, eða annan sambærilegan vettvang sem nýttur er til sölu, þá grípi lögreglan til einhverra aðgerða. Staðan sé hins vegar erfið enda auðvelt fyrir stofnendur hópanna eða spjallrásanna að láta þá hverfa, stofna nýja í staðinn og halda áfram á nýjum vettvangi. „Tæknin er alltaf á fleygiferð og þetta er eiginlega eins og frumskógur. Það hefur alltaf verið þannig að ef það er einhver leið til að koma þessum efnum á framfæri þá hefur hún verið nýtt. Við vitum að það eru ýmsar leiðir notaðar en hvernig við eigum að eiga við þetta er annað mál,“ segir Margeir. Mál séu mismunandi að umfangi. Stundum er auðvelt að ljúka málum en önnur mál eru umfangsmikil og krefjast gífurlegrar vinnu. Það hefur ekki verið launungarmál að lögreglan hefur þurft að forgangsraða málum hjá sér. Aðspurður um hve marga menn til viðbótar þyrfti í þessi störf ef vel ætti að vera segir Margeir að það sé erfitt að segja. „Það þyrfti tíu menn til viðbótar að lágmarki sennilega,“ segir Margeir. Hafi fólk ábendingar um fíkniefni er hægt að koma þeim nafnlaust til skila í fíkniefnasímann 800-5005 eða info@rls.is.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent