Innlent

Akranes hyggst stytta vinnuviku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi

Akraneskaupstaður hefur ákveðið að stofna starfshóp sem á að móta tillögur að styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið yrði sambærilegt því sem fram fer á vegum Reykjavíkurborgar.

Magnús Már Guðmundsson varaborgarfulltrúi kynnti verkefnið í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarfulltrúum á Akranesi í lok mars. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af því.

Í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar er starfsmönnum á vinnustöðum borgarinnar gefinn kostur á að vinna allt að þremur klukkustundum minna í viku, án þess að laun skerðist.


Tengdar fréttir

Vinnuvikan stytt á fleiri stöðum í borginni

Vinnuvikan hefur verið stytt hjá eitt hundrað og tíu starfsmönnum borgarinnar í haust. Styttingin er hluti af tilraunaverkefni sem verið hefur í gangi í eitt og hálft ár. Árangurinn þykir góður hingað til en nú er verið að kanna hvernig gengur að stytta vinnuvikuna á vaktavinnustöðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.