Innlent

Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Nýbýlavegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi árekstursins í morgun.
Frá vettvangi árekstursins í morgun. vísir/vilhelm
Annar þeirra sem fluttur var á slysadeild eftir alvarlegt umferðarslys á Nýbýlavegi sem varð á níunda tímanum í morgun er alvarlega slasaður.

Jepplingur og flutningabíll rákust saman og var einn í hvorum bíl en nota þurfti klippur til að ná ökumanni jepplingsins úr bílnum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið að opna fyrir umferð um Nýbýlaveg en veginum var lokað í morgun vegna slyssins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×