Eygir von um doktorsnám með nýjum reglum LÍN: „Ég er heppinn að vera á Íslandi“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 21:00 Íraskur verkfræðingur sem hefur dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum eygir nú von um að hefja doktorsnám hérlendis. Hann þurfti að hætta við slíkt nám í fyrra vegna fjárskorts en nýjar úthlutunarreglur LÍN gera honum kleift að fá námslán. Hann kveðst spenntur að skapa sér framtíð hér á landi. Mohammed Salam al Taie kom hingað frá Kína þar sem stundaði meistaranám í fjarskiptaverkfræði og byrjaði doktorsnám í faginu. Hann lauk þó ekki doktorsnáminu, enda óttaðist hann að verða sendur aftur til Íraks að námi loknu - en þar telur hann sig ekki öruggan, enda landið verið undirlagt stríðsátökum nánast frá því hann fæddist. „Ég ákvað að fara til Íslands. Ísland er eyja langt frá þessu stríði. Landið tengist ekki Evrópu og ekki Bandaríkjunum. Það er mitt á milli. Þetta er land þar sem er enginn her og ekkert stríð,“ segir Mohammed. Átti engan kost á fjármögnun Við komuna hingað til lands vildi Mohammed gjarnan ljúka doktorsnáminu og fann verkefni sem hentaði vel. „Ég fann leiðbeinanda og hann samþykkti að ég kæmi í hópinn hans, en mig vantaði fjárhagslegan stuðning,“ segir Mohammed. Reglur LÍN öftruðu því að hann gæti fengið námslán, hvorki bankar né opinberar stofnanir gátu fjármagnað námið og missti hann því af verkefninu. Hann fékk hins vegar vinnu sem hentaði vel hjá gagnaveri á Suðurnesjum og hóf að vinna sjálfboðastörf fyrir Rauða krossinn þar sem hann aðstoðaði flóttafólk. „Ég þekki þetta, ég veit hverjir erfiðleikarnir eru og það allt svo ég ákvað að ganga til liðs við Rauða krossinn og vinna með hælisleitendum.“Þakklátur fyrir lífið hér á landi Með nýjum úthlutunarreglum LÍN sem staðfestar voru í lok mars er fólki í hans stöðu hins vegar gert kleift að taka lán, og ætlar hann því að fara á fullt í að finna sér nýtt verkefni. Þrátt fyrir lánavandræðin og þann litla munað sem hann býr við í herbergi í sameignarkjallara fjölbýlishúss segir hann lífið í heildina litið nokkuð gott. „Sumir halda að þegar þeir koma til einhvers þá verði allt bara tilbúið. Nei, svona er lífið. Þetta er venjulegt líf, það getur verið gott eða ekki gott. Þannig er það fyrir mig og líka fyrir Íslendinga. Svo lífið er eðlilegt. Þetta er eðlilegt íslenskt líf, ekki eins og í heimalandi mínu. Þar er það ekki eðlilegt. Ég er heppinn að vera hérna á Íslandi,“ segir Mohammed að lokum. Ítarlegt viðtal við Mohammed má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Íraskur verkfræðingur sem hefur dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum eygir nú von um að hefja doktorsnám hérlendis. Hann þurfti að hætta við slíkt nám í fyrra vegna fjárskorts en nýjar úthlutunarreglur LÍN gera honum kleift að fá námslán. Hann kveðst spenntur að skapa sér framtíð hér á landi. Mohammed Salam al Taie kom hingað frá Kína þar sem stundaði meistaranám í fjarskiptaverkfræði og byrjaði doktorsnám í faginu. Hann lauk þó ekki doktorsnáminu, enda óttaðist hann að verða sendur aftur til Íraks að námi loknu - en þar telur hann sig ekki öruggan, enda landið verið undirlagt stríðsátökum nánast frá því hann fæddist. „Ég ákvað að fara til Íslands. Ísland er eyja langt frá þessu stríði. Landið tengist ekki Evrópu og ekki Bandaríkjunum. Það er mitt á milli. Þetta er land þar sem er enginn her og ekkert stríð,“ segir Mohammed. Átti engan kost á fjármögnun Við komuna hingað til lands vildi Mohammed gjarnan ljúka doktorsnáminu og fann verkefni sem hentaði vel. „Ég fann leiðbeinanda og hann samþykkti að ég kæmi í hópinn hans, en mig vantaði fjárhagslegan stuðning,“ segir Mohammed. Reglur LÍN öftruðu því að hann gæti fengið námslán, hvorki bankar né opinberar stofnanir gátu fjármagnað námið og missti hann því af verkefninu. Hann fékk hins vegar vinnu sem hentaði vel hjá gagnaveri á Suðurnesjum og hóf að vinna sjálfboðastörf fyrir Rauða krossinn þar sem hann aðstoðaði flóttafólk. „Ég þekki þetta, ég veit hverjir erfiðleikarnir eru og það allt svo ég ákvað að ganga til liðs við Rauða krossinn og vinna með hælisleitendum.“Þakklátur fyrir lífið hér á landi Með nýjum úthlutunarreglum LÍN sem staðfestar voru í lok mars er fólki í hans stöðu hins vegar gert kleift að taka lán, og ætlar hann því að fara á fullt í að finna sér nýtt verkefni. Þrátt fyrir lánavandræðin og þann litla munað sem hann býr við í herbergi í sameignarkjallara fjölbýlishúss segir hann lífið í heildina litið nokkuð gott. „Sumir halda að þegar þeir koma til einhvers þá verði allt bara tilbúið. Nei, svona er lífið. Þetta er venjulegt líf, það getur verið gott eða ekki gott. Þannig er það fyrir mig og líka fyrir Íslendinga. Svo lífið er eðlilegt. Þetta er eðlilegt íslenskt líf, ekki eins og í heimalandi mínu. Þar er það ekki eðlilegt. Ég er heppinn að vera hérna á Íslandi,“ segir Mohammed að lokum. Ítarlegt viðtal við Mohammed má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira