Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fara ört fjölgandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 20:00 Andrzej stodulski flutti til Íslands árið 2006 til að vinna. Vísir/Skjáskot Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fjölga ört á næstu áratugum en um er að ræða afar jaðarsettan hóp sem oft býr við skert lífeyrisréttindi að sögn félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg. Eldri innflytjandi sem hefur um 120 þúsund í mánaðartekjur segir að bæta mætti upplýsingagjöf um þau réttindi og þjónustu sem þessum hópi standi til boða. Samkvæmt tölum Hagstofunar eru rétt rúmlega þrjú þúsund innflytjendur á aldrinum 60-100 ára búsettir á Íslandi sem koma frá yfir 100 löndum. Flestir þeirra komu hingað til lands til að sameinast fjölskyldu og hafa margir búið á Íslandi í svo skamman tíma að þeir eiga takmarkaðan lífeyris- og bótarétt og eru margir háðir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Í dag er þetta í raun og veru lítill hópur, aldraðir af erlendum uppruna, en í framtíðinni er þetta hópur sem á eftir að fara ört stækkandi. Það hafa orðið miklar samfélagsbreytingar, hingað streymir fólk alls staðar að úr heiminum sem ætlar að setjast hérna að, þannig að við þurfum að huga að þjónustu fyrir þennan hóp,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þessari þróun verði að bregðast við enda sé um einstaklega viðkvæman hóp að ræða. „Þetta er jaðarsettur, viðkvæmur hópur sem þarf að huga sérstaklega að og veita þjónustu út frá því, því að þau eru líka einangruð, við vitum að það eru margir einangraðir þarna úti," segir Edda. Pólskur maður sem kom hingað til lands árið 2006 segist vera heppnari en margir aðrir í hans stöðu. „Ég er að leigja herbergi í miðbænum, það er lítið herbergi, 3x4 metar og það er uppi á háalofti og ég borga fyrir það 50 þúsund á mánuði. Svo eftir það á ég í kringum 70 þúsund til að lifa af en þarf samt að spara því ég er listamaður og þarf peninga til að kaupa hluti til að skapa,“ segir Andrzje Stodulski, en hann deildi reynslu sinni á málþingi um stöðu eldra fólks af erlendum uppruna sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hann lætur aftur á móti vel af reynslu sinni af íslensku velferðarkerfi og heilbrigðisþjónustu en hann greindist með krabbamein nokkrum árum eftir að hann fluttist hingað til lands. Helst mætti þó bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem standi til boða. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fjölga ört á næstu áratugum en um er að ræða afar jaðarsettan hóp sem oft býr við skert lífeyrisréttindi að sögn félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg. Eldri innflytjandi sem hefur um 120 þúsund í mánaðartekjur segir að bæta mætti upplýsingagjöf um þau réttindi og þjónustu sem þessum hópi standi til boða. Samkvæmt tölum Hagstofunar eru rétt rúmlega þrjú þúsund innflytjendur á aldrinum 60-100 ára búsettir á Íslandi sem koma frá yfir 100 löndum. Flestir þeirra komu hingað til lands til að sameinast fjölskyldu og hafa margir búið á Íslandi í svo skamman tíma að þeir eiga takmarkaðan lífeyris- og bótarétt og eru margir háðir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Í dag er þetta í raun og veru lítill hópur, aldraðir af erlendum uppruna, en í framtíðinni er þetta hópur sem á eftir að fara ört stækkandi. Það hafa orðið miklar samfélagsbreytingar, hingað streymir fólk alls staðar að úr heiminum sem ætlar að setjast hérna að, þannig að við þurfum að huga að þjónustu fyrir þennan hóp,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þessari þróun verði að bregðast við enda sé um einstaklega viðkvæman hóp að ræða. „Þetta er jaðarsettur, viðkvæmur hópur sem þarf að huga sérstaklega að og veita þjónustu út frá því, því að þau eru líka einangruð, við vitum að það eru margir einangraðir þarna úti," segir Edda. Pólskur maður sem kom hingað til lands árið 2006 segist vera heppnari en margir aðrir í hans stöðu. „Ég er að leigja herbergi í miðbænum, það er lítið herbergi, 3x4 metar og það er uppi á háalofti og ég borga fyrir það 50 þúsund á mánuði. Svo eftir það á ég í kringum 70 þúsund til að lifa af en þarf samt að spara því ég er listamaður og þarf peninga til að kaupa hluti til að skapa,“ segir Andrzje Stodulski, en hann deildi reynslu sinni á málþingi um stöðu eldra fólks af erlendum uppruna sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hann lætur aftur á móti vel af reynslu sinni af íslensku velferðarkerfi og heilbrigðisþjónustu en hann greindist með krabbamein nokkrum árum eftir að hann fluttist hingað til lands. Helst mætti þó bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem standi til boða.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira