Innlent

Sjö heppnir miðaeigendur hlutu eina milljón hver

Birgir Olgeirsson skrifar
Alls hlutu 3.376 heppnir miðaeigendur vinning í aprílútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands.
Alls hlutu 3.376 heppnir miðaeigendur vinning í aprílútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands. Vísir
Sjö heppnir miðaeigendur hlutu eina milljón króna hver og tíu heppnir miðaeigendur hlutu hálfa milljón króna hver í útdrætti Happdrætti Háskóla Íslands en dregið var í kvöld.

„Það eru 3.376 lukkulegir miðaeigendur sem gleðjast eftir aprílútdrátt Happdrættisins en þeir skipta með sér hvorki meira né minna en 91 milljón króna,“ segir Úlfar Gauti Haraldsson, rekstrarstjóri flokkahappdrættis hjá Happdrætti  Háskóla Íslands.

Milljónaveltan gekk ekki út og verður því þreföld, eða 30 milljónir króna í næsta mánuði, fyrir einn heppinn miðaeiganda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×