Innlent

Framboð Pírata og Viðreisnar

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Píratar, Viðreisn og óháðir kynntu lista í Árborg.
Píratar, Viðreisn og óháðir kynntu lista í Árborg. Vísir/Pjetur
Píratar og Viðreisn, ásamt óháðum, hafa kynnt sameiginlegt framboð til sveitarstjórnar­kosninga 2018 í Árborg undir nafninu Áfram Árborg og verður listabókstafur framboðsins Á.

Sveitarstjórnarfulltrúar í Árborg eru níu og í síðustu kosningum fengu Sjálfstæðismenn fimm menn kjörna, Samfylkingin tvo, Framsóknarflokkurinn tvo og Björt framtíð einn fulltrúa.

Hvorki Píratar né Viðreisn hafa áður boðið fram í sveitarfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×