Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 11:48 Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. Greint var frá því í morgun að Halldóra hafi sagt starfi sínu lausu nú fyrir mánaðamót og að hún muni láta af störfum í lok júní. Hafin er umfangsmikil úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni og verður farið af stað með umbótastarf í kjölfarið. Að sögn Regínu ákvað Halldóra að stíga til hliðar á þessum tímapunkti. „Hún er búin að starfa mjög lengi í barnverndinni, vera hér í 18 ár, og verið stjórnandi frá 2007. Þessi úttekt var samþykkt síðastliðið haust og sett fjármagn í hana á fjárhagsáætlun ársins 2018 og við skrifuðum undir samning við Capacent og RR Ráðgjöf núna í mars. Halldóra ákvað að þetta væri góður tímapunktur til þess að leyfa nýjum aðila að leiða umbótastarf sem farið verður í í kjölfarið á úttektinni,“ segir Regína. Virðir ákvörðun Halldóru um að hætta Hún segir ekki liggja fyrir hver verði ráðinn í starfið eða hvernig verður staðið að ráðningunni, til að mynda hvort starfið verði auglýst. Regína segir eftirsjá af Halldóru. „Já, ég mun sakna Halldóru. Hún er heilsteyptur og traustur fagmaður. Þannig að það er mikil eftirsjá af henni.“ Aðspurð hvort hún skilji þá ákvörðun Halldóru að stíga til hliðar á þessum tímapunkti segir Regína svo vera. „Já, ég virði þessa ákvörðun og skil hana.“ Finna mjög fyrir því að meðferðarúrræðum hefur fækkað mikið Regína segir stefnt að því að klára umrædda úttekt í september. Þá sé stefnt að því að hefja umbótastarfið. „Það mun auðvitað taka einhvern tímann þannig að við viljum gera mjög vandaða og ítarlega greiningu á starfsumhverfinu. Það er þörf á að styrkja og styðja starfsmenn betur því þetta eru mjög krefjandi og erfið störf. Það er mikið álag á starfsmenn og það er ákveðið úrræðaleysi í meðferðarkerfinu hjá Barnaverndarstofu og það hefur áhrif á starfsumhverfið,“ segir Regína. Spurð út í það hvort hluti af þessu umbótastarfi verði hugsanlega það að Reykjavíkurborg mæti þessu úrræðaleysi á einhvern hátt segir Regína að borgin sé vissulega með fjöldann allan af úrræðum á sínum snærum. „En það er klárlega ríkið sem á að sinna meðferðarstarfi og við finnum mjög fyrir því að meðferðarheimilum hefur fækkað á undanförnum árum. Það hafa farið út um 48 meðferðarpláss. Hins vegar er verið að gera góða hluti með að styrkja foreldra á heimilum sínum en það þarf betri vímuefnameðferð fyrir börn og unglinga og það reynir mjög á starfsmenn barnaverndar þegar þessi úrrræði virka ekki. Við viljum svo líka leggja mikla áherslu á forvarnarstarf. Bæði þjónustumiðstöðvar og barnavernd vinna mikið í því en við viljum styrkja það enn frekar.“ Tengdar fréttir Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. Greint var frá því í morgun að Halldóra hafi sagt starfi sínu lausu nú fyrir mánaðamót og að hún muni láta af störfum í lok júní. Hafin er umfangsmikil úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni og verður farið af stað með umbótastarf í kjölfarið. Að sögn Regínu ákvað Halldóra að stíga til hliðar á þessum tímapunkti. „Hún er búin að starfa mjög lengi í barnverndinni, vera hér í 18 ár, og verið stjórnandi frá 2007. Þessi úttekt var samþykkt síðastliðið haust og sett fjármagn í hana á fjárhagsáætlun ársins 2018 og við skrifuðum undir samning við Capacent og RR Ráðgjöf núna í mars. Halldóra ákvað að þetta væri góður tímapunktur til þess að leyfa nýjum aðila að leiða umbótastarf sem farið verður í í kjölfarið á úttektinni,“ segir Regína. Virðir ákvörðun Halldóru um að hætta Hún segir ekki liggja fyrir hver verði ráðinn í starfið eða hvernig verður staðið að ráðningunni, til að mynda hvort starfið verði auglýst. Regína segir eftirsjá af Halldóru. „Já, ég mun sakna Halldóru. Hún er heilsteyptur og traustur fagmaður. Þannig að það er mikil eftirsjá af henni.“ Aðspurð hvort hún skilji þá ákvörðun Halldóru að stíga til hliðar á þessum tímapunkti segir Regína svo vera. „Já, ég virði þessa ákvörðun og skil hana.“ Finna mjög fyrir því að meðferðarúrræðum hefur fækkað mikið Regína segir stefnt að því að klára umrædda úttekt í september. Þá sé stefnt að því að hefja umbótastarfið. „Það mun auðvitað taka einhvern tímann þannig að við viljum gera mjög vandaða og ítarlega greiningu á starfsumhverfinu. Það er þörf á að styrkja og styðja starfsmenn betur því þetta eru mjög krefjandi og erfið störf. Það er mikið álag á starfsmenn og það er ákveðið úrræðaleysi í meðferðarkerfinu hjá Barnaverndarstofu og það hefur áhrif á starfsumhverfið,“ segir Regína. Spurð út í það hvort hluti af þessu umbótastarfi verði hugsanlega það að Reykjavíkurborg mæti þessu úrræðaleysi á einhvern hátt segir Regína að borgin sé vissulega með fjöldann allan af úrræðum á sínum snærum. „En það er klárlega ríkið sem á að sinna meðferðarstarfi og við finnum mjög fyrir því að meðferðarheimilum hefur fækkað á undanförnum árum. Það hafa farið út um 48 meðferðarpláss. Hins vegar er verið að gera góða hluti með að styrkja foreldra á heimilum sínum en það þarf betri vímuefnameðferð fyrir börn og unglinga og það reynir mjög á starfsmenn barnaverndar þegar þessi úrrræði virka ekki. Við viljum svo líka leggja mikla áherslu á forvarnarstarf. Bæði þjónustumiðstöðvar og barnavernd vinna mikið í því en við viljum styrkja það enn frekar.“
Tengdar fréttir Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15