Guardian fjallar um „morðið sem skók Ísland“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2018 10:24 Fjölmargir björgunarsveitarmenn leituðu Birnu. Vísir/Landsbjörg Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur, segist óska þess að lögreglan hefði brugðist fyrr við óskum Sigurlaugar Hreinsdóttur, móður Birnu, að hefja leit að henni. Þetta segir Grímur í viðtali við breska blaðið The Guardian en á vef blaðsins var í dag birt ítarleg úttekt á málinu undir yfirskriftinni „Morðið sem skók Ísland“. Grímur segist vera stoltur af rannsókn lögreglunnar en spyr sig sem fyrr segir hvort að lögreglan hefði átt að bregðast fyrr við þegar tilkynnt var um hvarf Birnu. „Eitt af því sem ég hef hugsað mikið um er þetta: Ættu að líða 24 tímar þangað til við bregðumst við þegar fólk er tilkynnt týnt. Eða ætti það að vera matskenndara?,“ spyr Grímur. Tilkynnt var um hvarf Birnu þann 14. janúar 2017 en skipulögð leit hófst þann 16. janúar en í millitíðinni höfðu fjölskylda og vinir Birnu ásamt sjálfboðaliðum hafið leit. Í úttekt Guardian er einnig rætt við Sigurlaugu sem segist vera þakklát fyrir þann stuðning sem henni og fjölskyldu hennar var sýndur, en að hún hafi hafnað því að sérstakur dagur yrði helgaður minningu Birnu, í nafni einingar. „Það var enginn tilgangur með þessu. Ég verð æf þegar það er talað um að þjóðin hafi staðið saman. Það eru órar: Þetta fallega land í hinu frosna norði þar sem allir standa saman...Ég held að það sé ekki heilbrigt fyrir Íslendinga að hugsa um sig sem eitthvað sérstaka á þennan hátt,“ segir Sigurlaug. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sjá meira
Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur, segist óska þess að lögreglan hefði brugðist fyrr við óskum Sigurlaugar Hreinsdóttur, móður Birnu, að hefja leit að henni. Þetta segir Grímur í viðtali við breska blaðið The Guardian en á vef blaðsins var í dag birt ítarleg úttekt á málinu undir yfirskriftinni „Morðið sem skók Ísland“. Grímur segist vera stoltur af rannsókn lögreglunnar en spyr sig sem fyrr segir hvort að lögreglan hefði átt að bregðast fyrr við þegar tilkynnt var um hvarf Birnu. „Eitt af því sem ég hef hugsað mikið um er þetta: Ættu að líða 24 tímar þangað til við bregðumst við þegar fólk er tilkynnt týnt. Eða ætti það að vera matskenndara?,“ spyr Grímur. Tilkynnt var um hvarf Birnu þann 14. janúar 2017 en skipulögð leit hófst þann 16. janúar en í millitíðinni höfðu fjölskylda og vinir Birnu ásamt sjálfboðaliðum hafið leit. Í úttekt Guardian er einnig rætt við Sigurlaugu sem segist vera þakklát fyrir þann stuðning sem henni og fjölskyldu hennar var sýndur, en að hún hafi hafnað því að sérstakur dagur yrði helgaður minningu Birnu, í nafni einingar. „Það var enginn tilgangur með þessu. Ég verð æf þegar það er talað um að þjóðin hafi staðið saman. Það eru órar: Þetta fallega land í hinu frosna norði þar sem allir standa saman...Ég held að það sé ekki heilbrigt fyrir Íslendinga að hugsa um sig sem eitthvað sérstaka á þennan hátt,“ segir Sigurlaug.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sjá meira