Innlent

Hópslysaæfing gæti tafið umferð í Norðfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gera ráð fyrir nokkurri umferð neyðaraðila í Neskaupstað á morgun.
Gera ráð fyrir nokkurri umferð neyðaraðila í Neskaupstað á morgun.
Almannavarnanefnd Fjarða heldur hópslysaæfingu í Norðfjarðarsveit á morgun, laugardaginn 14. apríl þar sem æfð verða viðbrögð við rútuslysi. Einhverjar umferðartafir gætu orðið á svæðinu vegna æfingarinnar. Þetta kemur fram í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Af þeim völdum má gera ráð fyrir nokkurri umferð neyðaraðila í Neskaupstað og Norðfjarðarsveit frá kl.10:00 og fram yfir hádegi. 

Neyðaraðilar munu þó fylgja eðlilegum umferðarhraða og því ætti ekki að koma til mikilla truflana vegna þessa en einhverjar umferðartafir gætu orðið í Norðfjarðarsveit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×