Akurnesingar koma Söngkeppni framhaldsskólanna til bjargar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2018 12:06 Skagamaðurinn Ísólfur Haraldsson og félagar hans í Vinum hallarinnar sjá um keppnina í ár Vísir/GVA Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin á Akranesi þann 28. apríl. Vinir hallarinnar hafa tekið að sér framkvæmd keppninnar. Skagafréttir greindu fyrst frá. Stutt er síðan keppninni var aflýst eins og fjallað var um á Vísi. Ísólfur Haraldsson, framkvæmda – og viðburðarstjóri hjá Vinum hallarinnar, segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal frá formanni Sambands Íslenskra Framhaldsskóla (SÍF), Davíð Snæ Jónssyni, á miðvikudag í síðustu viku. „Ég hugsaði þetta hratt í símanum og sagðist vera tilbúinn að gera þetta ef keppnin yrði haldin á Akranesi.“ Ísólfur segir hjólin hafa verið farin að snúast strax. „Það er gríðarlegur velvilji fyrir þessu og einhvern veginn eru allir boðnir og búnir að sjá til þess að þetta verði að veruleika.“ Hann segir hraðar vendingar í málinu ekki hafa áhrif á keppendur og munu 24 skólar taka þátt í keppninni í ár. Skólarnir og allir tengdir keppninni séu á því að hún eigi að vera haldin. „Það er baráttuandi innan skólanna um að keppnin verði haldin og þetta verður stórglæsilegt.“ Keppnin á sér langa sögu en hún var fyrst haldin árið 1990. Margir þekktir listamenn hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Þar má helst nefna Pál Óskar, Emiliönu Torrini, Birgittu Haukdal, Sverri Bergmann, Dag Sigurðsson og Glowie. Davíð Snær Jónsson er formaður Sambands Íslenskra FramhaldsskólaAðsend myndMögulegt framtíðarheimili keppninnar Ísólfur og félagar í Vinum hallarinnar hafa unnið að viðburðum síðan árið 2001 og sjá um marga viðburði á hverju ári. Þar má helst nefna Lopapeysuna á Írskum dögum og Októberfest hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hann segir það hjálpa að hafa reynsluna og tengslanetið sem þeir séu með. „Við eigum líka tæki og tól til að nota í keppnina og það hjálpar fjárhagslega við að geta tekið svona ákvarðanir.“ Ísólfur segir þau líka vera að horfa á þetta til framtíðar. „Ef vel gengur að halda keppnina hér á Akranesi þá erum við að horfa á þetta verkefni til framtíðar.“ Hann segir þau hafa fundið fyrir miklum velvilja í bæjarfélaginu, það hafi þurft að gera breytingar á íþróttastarfi barna þar sem keppnin verður haldin í Íþróttahúsinu við Vesturgötu, en þegar maður búi í samfélagi sem þessu þá séu engin vandamál. „Ég efast um að fólk vilji fara eitthvað annað þegar það er búið að vera með þetta einu sinni hér á Akranesi,“ segir Ísólfur glaður í bragði. Það sé í sjálfu sér eitthvað sem þarf að skoða eftir keppni. Ísólfur og félagar í Vinum hallarinnar hafa lengi komið að því að skipuleggja stóra viðburði. Hér er Ísólfur á mynd með Birgittu Haukdal, þátttakanda í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 1998.Aðsend myndKeppninni sjónvarpað Aðspurður að því hvort að keppninni verði sjónvarpað svarar hann játandi. „Þessu verður sjónvarpað á einhvern hátt, vonandi á einhverri sjónvarpsstöð.“ „Það er bara að gerast í dag, það er í mörg horn að líta þar,“ segir Ísólfur og bætir við að allir séu boðnir að koma að sjónvarpsútsendingunni þó að þetta sé skammur fyrirvari. Hann segist aðeins trúa á lausnir, ekki neitt annað. Skóla - og menntamál Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst Framkvæmdaraðilinn þurfti við Söngkeppni framhaldsskólanna í ár til að forðast milljónatap. 4. apríl 2018 15:51 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin á Akranesi þann 28. apríl. Vinir hallarinnar hafa tekið að sér framkvæmd keppninnar. Skagafréttir greindu fyrst frá. Stutt er síðan keppninni var aflýst eins og fjallað var um á Vísi. Ísólfur Haraldsson, framkvæmda – og viðburðarstjóri hjá Vinum hallarinnar, segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal frá formanni Sambands Íslenskra Framhaldsskóla (SÍF), Davíð Snæ Jónssyni, á miðvikudag í síðustu viku. „Ég hugsaði þetta hratt í símanum og sagðist vera tilbúinn að gera þetta ef keppnin yrði haldin á Akranesi.“ Ísólfur segir hjólin hafa verið farin að snúast strax. „Það er gríðarlegur velvilji fyrir þessu og einhvern veginn eru allir boðnir og búnir að sjá til þess að þetta verði að veruleika.“ Hann segir hraðar vendingar í málinu ekki hafa áhrif á keppendur og munu 24 skólar taka þátt í keppninni í ár. Skólarnir og allir tengdir keppninni séu á því að hún eigi að vera haldin. „Það er baráttuandi innan skólanna um að keppnin verði haldin og þetta verður stórglæsilegt.“ Keppnin á sér langa sögu en hún var fyrst haldin árið 1990. Margir þekktir listamenn hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Þar má helst nefna Pál Óskar, Emiliönu Torrini, Birgittu Haukdal, Sverri Bergmann, Dag Sigurðsson og Glowie. Davíð Snær Jónsson er formaður Sambands Íslenskra FramhaldsskólaAðsend myndMögulegt framtíðarheimili keppninnar Ísólfur og félagar í Vinum hallarinnar hafa unnið að viðburðum síðan árið 2001 og sjá um marga viðburði á hverju ári. Þar má helst nefna Lopapeysuna á Írskum dögum og Októberfest hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hann segir það hjálpa að hafa reynsluna og tengslanetið sem þeir séu með. „Við eigum líka tæki og tól til að nota í keppnina og það hjálpar fjárhagslega við að geta tekið svona ákvarðanir.“ Ísólfur segir þau líka vera að horfa á þetta til framtíðar. „Ef vel gengur að halda keppnina hér á Akranesi þá erum við að horfa á þetta verkefni til framtíðar.“ Hann segir þau hafa fundið fyrir miklum velvilja í bæjarfélaginu, það hafi þurft að gera breytingar á íþróttastarfi barna þar sem keppnin verður haldin í Íþróttahúsinu við Vesturgötu, en þegar maður búi í samfélagi sem þessu þá séu engin vandamál. „Ég efast um að fólk vilji fara eitthvað annað þegar það er búið að vera með þetta einu sinni hér á Akranesi,“ segir Ísólfur glaður í bragði. Það sé í sjálfu sér eitthvað sem þarf að skoða eftir keppni. Ísólfur og félagar í Vinum hallarinnar hafa lengi komið að því að skipuleggja stóra viðburði. Hér er Ísólfur á mynd með Birgittu Haukdal, þátttakanda í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 1998.Aðsend myndKeppninni sjónvarpað Aðspurður að því hvort að keppninni verði sjónvarpað svarar hann játandi. „Þessu verður sjónvarpað á einhvern hátt, vonandi á einhverri sjónvarpsstöð.“ „Það er bara að gerast í dag, það er í mörg horn að líta þar,“ segir Ísólfur og bætir við að allir séu boðnir að koma að sjónvarpsútsendingunni þó að þetta sé skammur fyrirvari. Hann segist aðeins trúa á lausnir, ekki neitt annað.
Skóla - og menntamál Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst Framkvæmdaraðilinn þurfti við Söngkeppni framhaldsskólanna í ár til að forðast milljónatap. 4. apríl 2018 15:51 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04
Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst Framkvæmdaraðilinn þurfti við Söngkeppni framhaldsskólanna í ár til að forðast milljónatap. 4. apríl 2018 15:51
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56